S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
30.8.2008 | 21:05 | OOJ
Stelpurnar misstu leikinn frá sér í þriðja leikhluta
Bakverðirnir skoruðu 44 stig saman í dag.
Ísland byrjaði leikinn vel og komst í 6-2 og 9-5 í upphafi leiks. Helena Sverrisdóttir var í mjög strangri gæslu en var bæði dugleg að sækja villur sem og að opna fyrir félaga sína. Þrír hollenskir þristar komu Hollandi yfir og staðan var 16-13 fyrir Holland eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhlutinn var frábær hjá íslenska liðinu og vannst með fimm stigum, 22-17. Helena Sverrisdóttir var gjörsamlega óstöðvandi á þessum tíma, skoraði meðal annars tvo flotta þrista og átti þrjár stoðsendingar. Íslenska liðið hitti líka úr 6 af 12 þriggja stiga skotum sínum og sá síðasti frá Pálínu Gunnlaugsdóttur 12 sekúndum fyrir hálfleik kom íslenska liðinu yfir í 35-33. Eins og annar leikhlutinn var góður þá gekk allt á afturfótunum í þeim þriðja. Holland skoraði ellefu fyrstu stigin og á sama tíma fékk Helena á sig tvær villur með nokkra sekúndna millibili. Helena fékk fyrst á sig ruðning (3. villan) og svo gleymdi hún sér í vörninni og fékk á sig klaufalega villu. Helen spilaði ekki sex síðustu mínútur þriðja leikhlutans, þær töpuðust með 11 stigum, 17-6, og Holland var því komið 17 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp í fjórða leikhluta þótt að munurinn hafi verið orðinn mikill og með góðri baráttu náðu þær að minnka forskot hollenska liðsins niður í átta stig. Helena setti niður þrjá frábæra þrista í leikhlutanum áður en hún fékk sína fimmtu villu og þurfti að setjast á bekknum. Ísland reyndi að brjóta og minnka forskotið enn frekar en hollensku stelpurnar settu niður átta víti og fögnuðu ellefu stiga sigri. Helena Sverrisdóttir átti frábæran dag en einu mistök hennar voru dýrkeypt því fjórða villan hennar í upphafi þriðja leikhluta var algjör óþarfi og kippti henni út úr leiknum. Helena endaði leikinn með 27 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar á 29 mínútum og hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Pálína Gunnlaugsdóttir átti einnig mjög góðan dag í bæði vörn og sókn. Pálína endaði leikinn reyndar á að fá högg á læri og haltra útaf vellinum en fram að því hafði hún skorað 11 stig, tekið 6 fráköst og gefið 3 stoðsendingar. Signý Hermannsdóttir stóð sig líka vel í 50. landsleiknum en var óheppin með skotin sín eins og í síðasta leik á móti Sviss. Kristrún Sigurjónsdóttir var einnig mjög góð í sókninni í fyrri hálfleik þar sem hún setti niður öll 9 stigin sín. Holland-Ísland 81-70 (16-13, 33-35, 61-44) Stig Íslands í leiknum: Helena Sverrisdóttir 27 stig (13 fráköst, 5 stoðs., hitti úr 5 af 7 þriggja stiga, 29 mínútur) Signý Hermannsdóttir 11 stig (6 fráköst, 4 varin) Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Kristrún Sigurjónsdóttir 9 María Ben Erlingsdóttir 6 (6 fráköst) Hildur Sigurðardóttir 4 Ingibjörg Jakobsdóttir 2 |