S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
28.8.2008 | 10:55 | OOJ
Kristrún og Pálína hafa aldrei skorað meira í landsleik
Kristrún Sigurjónsdóttir á ferðinni í leiknum á móti Sviss. Mynd: SÞB
Kristrún Sigurjónsdóttir var þarna að spila sinn 13. landsleik og hafði mest skorað 9 stig í sigurleik á móti Írlandi 23. september 2006. Kristrún hefur nú skorað 56 stig í 13 landsleikjum og hækkaði því meðalskorið sitt úr 3,5 stigum í leik upp í 4,3 stig að meðaltali. Kristrún hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og hefur þar með skorað ellefu þriggja stiga körfur fyrir landsliðið. Pálína Gunnlaugsdóttir var þarna að spila sinn 11. landsleik og hafði mest skorað 9 stig í einum leik en sá var lokaleikurinn á Norðurlandamótinu á móti Danmörku 9. ágúst síðastliðinn. Pálína hafði mest skorað fimm stig í Evrópuleik og meira en tvöfaldaði því stigamet sitt í Evrópukeppni á móti Sviss. Pálína hefur nú skorað 47 stig í 11 landsleikjum og hækkaði því meðalskorið sitt úr 3,6 stigum í leik upp í 4,3 stig að meðaltali. Pálína Gunnlaugsdóttir hefur skorað 33 stig fyrir kvennalandsliðið í fimm fyrstu landsleikjum ársins eða 6,6 stig að meðaltali í leik. |