© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.8.2008 | 13:28 | FÍR
Góður sigur á Portúgal
Andri Freysson kom ferskur af bekknum í dag. Mynd: SÖA
U-16 ára landsliðið var rétt í þessu að vinna Portúgal sem tryggir liðinu leik um 13. sætið á morgun.

Íslenska liðið náði strax undirtökunum í leiknum og vannst fyrsti leikhluti 18:5. Portúgölsku strákarnir virkuðu mjög stressaðir og gerðu mikið af mistökum gegn pressuvörn Íslands.

2. leikhluti vannst 18:12 og því var staðan 36:17 í hálfleik.

Það var einbeitingarlaust íslenskt lið sem mætti til leiks í síðari hálfleik þar sem leikmenn gerðu sig seka um slæmar ákvörðunartökur og annað í þeim dúr.

Það er mannlegt að þegar hlutir virka eins auðveldir og þeir voru í fyrri hálfleik að þá er hættan á því að einbeiting fari og sú varð raunin í 3. leikhluta sem Portúgal vann 21:28

Portúgal öðlaðist meira sjálfstraust og náði að minnka muninn mest í 4 stig og því komin spenna í leikinn. Íslensku strákarnir vöknuðu hins vegar sem betur fer og náðu að ljúka leiknum af krafti og nokkuð öruggur sigur 72:59 staðreynd.

Næsti leikur verður á morgun og það verður gegn sigurvegurum úr leik Austurríkis og Makedóníu sem er að hefjast í þessum skrifuðu orðum. Leikurinn hefst klukkan 12:45 að íslenskum tíma.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sindri S. Jónsson er hér með boltann fyrir Breiðablik gegn varnarmanni Þórs á Akureyri. Myndin er tekin á Samkaupsmótinu í Reykjanesbæ 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið