© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.8.2008 | 12:14 | OOJ
Myndaveisla frá Norðurlandamóti kvenna í Gentofte
Signý Hermannsdóttir stóð sig vel sem fyrirliði í Danmörku.
Íslenska kvennalandsliðið er komið heim frá Norðurlandamótinu í Genfote í Danmörku en mótið kláraðist á laugardaginn. Íslenska liðið endaði í 5. sæti að þessu sinni en spilaði hörku góða leiki á móti öllum nema kannski Norðurlandameisturum Svía sem voru erfiðir við að eiga í fyrsta leiknum. Hér á eftir má sjá fullt af myndum af stelpunum frá þessum sex dögum sem þær eyddu saman í útborg Kaupmannahafnar.

Íslensku stelpurnar töpuðu kannski öllum fjórum leikjunum en gáfu allt sitt í sína leiki og fengu mikið lof fyrir bæði baráttugleði og dugnað. Ágúst Björgvinsson þjálfari vakti líka mikla lukku meðal áhorfenda enda var hann lét hann vel í sér heyra þegar að hann hvatti stelpurnar áfram á hliðarlínunni.

Helena Sverrisdóttir og Signý Hermannsdóttir voru áberandi á tölfræðilistunum eins og hefur komið fram hér á síðunni. Helena varð stigahæst allra leikmanna á mótinu og Signý tók bæði flest fráköst og varði flest skot. Petrúnella Skúladóttir var einnig með bestu þriggja stiga skotnýtinguna.

Allir tólf leikmenn íslenska liðsins náðu að skora í mótinu en það munaði þó ekki miklu hjá Ingibjörgu Jakobsdóttur. Ingibjörg skoraði nefnilega sín fyrstu stig með íslenska A-landsliðinu sekúndubroti áður en lokaflautið gall í síðasta leiknum á móti Danmörku.Ingibjörg braust þá upp að körfunni og skoraði laglega með vinstri fótar sniðskoti en hún er rétthent. Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir skoruðu líka báðar sín fyrstu A-landsliðsstig í þessarri ferð.



Helena Sverrisdóttir setti tvö stigamet
á Norðurlandamótinu bæði þegar hún skoraði
23 stig í einum leik og líka með því
að skora 17,3 stig að meðaltali á mótinu.




Íslenski hópurinn þurfti að ganga dágóðan
spöl til þess að komast í íþróttahúsið
þar sem bæði æfingar og leikir fóru fram.
Stelpurnar létu það þó ekki á sig fá eins
og sést á þessarri mynd.




Þjálfarinn Ágúst Björgvinsson vakti mikla
athygli fyrir líflega og skemmtilega
framkomu á hliðarlínunni. Hér sést hann
tala við stelpurnar í einu af leikhléum
íslenska liðsins.




Ragna Margrét Brynjardóttir lék sína fyrstu
A-landsleiki í mótinu. Hér sést hún taka
vel undir þegar þjóðsöngurinn var spilaður
fyrir hennar fyrsta landsleik.




Hér má sjá allan íslenska hópinn hita upp
á sinni fyrstu æfingu í Kildeskovshallen í
Gentofe. Stelpurnar æfðu vel á meðan mótinu
stóð enda þurfti að fínpússa ýmsa hluti
fyrir komandi leiki.




Yngstu og reynsluminnstu stelpurnar í liðinu,
Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Ingibjörg
Jakobsdóttir gengdu stöðu "nýliðans" í hópnum.
Þær þurfti að hjálpa öðrum leikmönnum á
margvíslegan hátt. Hér sést Ingibjörg bera
sjúkratöskuna fyrir Önnu Pálu sjúkraþjálfara.




Íslensku stelpurnar höfðu alltaf sama
háttinn á þegar þær hlýddu á þjóðsönginn.
Þær tóku þá utan um hverja aðra og sungu með.




Pálína Gunnlaugsdóttir var í byrjunarliðinu
í öllum fjórum leikjunum. Hér sést hún á
fleygiferð á æfingu.




Íslenska liðið varð fyrir miklu áfalli
gegn Dönum þegar Sigrún Ámundadóttir
meiddi sig á hné. Hér sést atvikið
þegar Sigrún meiðir sig.




Signý Hermannsdóttir og María Ben
Erlingsdóttir fylgjast hér vel með
þegar Ágúst þjálfari útskýrir hluti
á einni af æfingunum.




Jovana Lilja Stefánsdóttir og
Kristrún Sigurjónsdóttir sjást hér teygja
vel á eftir eina af æfingunum.




Hér er ein sókn íslenska liðsins
í fullum gangi á mótinu en Helena sendir
hér boltann út á kant á Kristrúnu.




Sigrún Ámundadóttir komst í byrjunaliðið
eftir fyrsta leik og fékk þá að byrja inn
á í A-landsliðinu í fyrsta sinn.
Hér er hún í leik á móti Norðmönnum.




Það vita allir að Helena Sverrisdóttir
er leikin með boltann en það vissi
kannski færri að hún gæti verið með tvo
bolta í gangi í einu eins og lítur
út fyrir á þessarri mynd.




Keflvíkingarnir Margrét Kara Sturludóttir
og Pálína Gunnlaugsdóttir sjást hér
undirbúa sig fyrir einn af leikjunum.




Sigrún Ámundadóttir hefur hér náð góðri
stöðu inn í teig og Petrúnella Skúladóttir
undirbýr það að ná að senda boltann inn á hana.




Hildur Sigurðardóttir er komin með
56 A-landsleiki eftir mótið í Danmörku.
Hún hefur leikið 12 leiki á Norðurlandamóti
eins og Signý Hermannsdóttir. Hér er Hildur
í leik á móti Noregi.




Helena Sverrisdóttir teygir hér vel á
herbergisfélaga sínum Pálínu Gunnlaugsdóttur
eftir eina af æfingum íslenska liðsins.




Hildur Sigurðardóttir og Sigrún
Ámundadóttir horfa hér á boltann og ætla
sér báðar að ná í frákastið.




Kristrún Sigurjónsdóttir hefur hér
brotist upp að körfu og er um það bil að
skora tvö stig fyrir íslenska liðið.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Stjórnarmenn í körfuknattleiksdeild Hauka, þeir Ásgrímur Ingólfsson og Skúli Valtýsson, með íslandsbikarinn í kjölfar sigurs Hauka 1988.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið