© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.8.2008 | 17:00 | OOJ
Helena stigahæsti leikmaður Norðurlandamótsins 2008
Helena skoraði 2,5 stigum meira í leik en fyrir fjórum árum.
Íslensku stelpurnar voru í aðalhlutverki í helstu tölfræðiþáttum á Norðurlandamóti kvenna í körfubolta sem lauk í Gentofte í Danmörku á laugardaginn. Ísland átti bæði stigahæsta og frákastahæsta leikmann mótsins þrátt fyrir að enda í fimmta sætinu. Helena Sverrisdóttir tryggði sér efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn mótsins með því að skora 23 stig í lokaleiknum gegn Danmörku. Það dugði þó ekki til þess að komast í úrvalsliðið sem var valið fyrir lokadaginn.

Helena Sverrisdóttir skoraði alls 69 stig í leikjunum fjórum eða 17,3 að meðaltali í leik. Helena skoraði 17 stig í fyrsta leiknum gegn Svíum, 18 stig gegn Noregi, 11 stig gegn Finnum og loks 23 stig gegn Dönum en það er nýtt stigamet íslensk leikmanns á Norðurlandamóti kvenna. Helena skoraði einu stigi meira en finnski kraftframherjinn Tiina Sten sem var kosin besti leikmaður mótsins. Helena tryggði sér efsta sætið með því að setja niður þrjú víti í röð 26 sekúndum fyrir leikslok í Danaleiknum.

Signý Hermannsdóttir tók alls 34 fráköst samkvæmt opinberri tölfræði (Rétt tala er 43) sem gera 8,5 fráköst að meðaltali í leik. Signý tók þremur fráköstum meira en norska stelpan Kristina Tattersdill sem var í lok mótsins valin baráttuglaðasti leikmaðurinn. Signý tók 12 af þessum fráköst í sókn ( 16) og mest 19 fráköst í einum leik en Signý tók 19 fráköst gegn Finnum (20).



Helena er einnig áberandi í öðrum tölfræðiþáttum, því hún varð önnur í stoðsendingum, í fjórða sæti í stolnum boltum og í 5. sæti í fráköstum. Signý var ennfremur sá leikmaður sem varði flest skot samkvæmt opinberu tölfræði Dananna sem misstu þó af 11 af 17 vörðu skotununum hennar.

Flest stig í leik á Norðurlandamótinu:
Helena Sverrisdóttir (Ísland) 17,3
Tiina Sten (Finnland) 17,0
Reetta Piipari (Finnland) 14,7
Kristina Tattersdill (Noregur) 13,3
Anna Bartold (Svíþjóð) 12,8
Marianne Hella (Noregur) 12,5
Kiki Lund (Danmörk) 12,3
Louice Halvorsson (Svíþjóð) 11,7
Anne Thorius (Danmörk) 11,3
Tina Moen (Noregur) 11,0
Mie Burlin (Danmörk) 10,5

Flest fráköst í leik á Norðurlandamótinu:
Signý Hermansdóttir (Ísland) 8,5
Kristina Tattersdill (Noregur) 7,8
Tiina Sten (Finnland) 7,3
Camilla Blands (Danmörk) 6,3
Helena Sverrisdóttir (Ísland) 6,0
Anna Bartold (Svíþjóð) 5,5
Anne Thorius (Danmörk) 5,3
Sandra Valikoski (Finnland) 5,0
Michaela Livijn (Svíþjóð) 4,5
Marianne Hella (Noregur) 4,5
Sussie Kruuse (Danmörk) 4,0



Flestar stoðsendingar í leik á Norðurlandamótinu:
Anne Thorius (Danmörk) 4,3
Helena Sverrisdottir (Ísland) 2,8
Reetta Piipari (Finnland) 2,8
Linnea Liljestrand (Svíþjóð) 2,5
Marianne Hella (Noregur) 2,5
Anette Johansen (Noregur) 2,3
Frida Eldebrink (Svíþjóð) 2,0
Simona Bartkova (Danmörk) 2,0
Elisabeth Egnell (Svíþjóð) 2,0
Camilla Blands (Danmörk) 1,8
Kiki Lund (Danmörk) 1,5
Nanna Sand (Noregur) 1,5

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Magnús Matthíasson, Guðmundur Bragason og Teitur Örlygsson í leik gegn Luxembourg.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið