© 2000-2021 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.8.2008 | 14:41 | OOJ
Petrúnella með bestu þriggja stiga nýtinguna á NM 2008
Það mátti ekki líta af Petrúnellu á Norðurlandamótinu.
Petrúnella Skúladóttir var sjóðheit fyrir utan þriggja stiga línuna á Norðurlandamóti kvenna í körfubolta sem lauk í Gentofte í Danmörku á laugardaginn. Petrúnella skoraði alls fimm af sextán þriggja stiga körfum íslenska liðsins og þurfti aðeins til þess sjö skot og 55 mínútur.

Petrúnella var því með 71,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu eða 11,4 prósentum hærri nýtingu en næsti maður á listanum sem var sænski bakvörðurinn Johanna Källman. Það voru síðan aðeins tveir leikmenn sem skoruðu fleiri þrista en Petrúnella á mótinu.

Petrúnella er 23 ára gömul og kemur úr Grindavík þar sem hún spilaði stórt hlutverk hjá bikarmeisturunum síðasta vetur. Hún var aðeins búin að skora þrjú stig og eina þriggja stiga körfu í sex landsleikjum fyrir Norðurlandamótið en hún sexfaldaði stigaskor sitt með landsliðinu með því að skora 19 stig í fjórum leikjum.

Petrúnella lék í 13,8 mínútur að meðaltali á mótinu og var með 4,8 stig í leik á þeim. Hún skoraði 13 af stigum sínum í leiknum á móti Noregi þar sem hún setti nýtt met með því að verða fyrsta íslenska konan til þess að skora þrjár þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum á Norðurlandamóti.

Það voru aðeins Finninn Reetta Piipari (12 þristar) og Daninn Mie Burlin (8 þristar) sem náðu því að skora fleiri þriggja stiga körfur á Norðurlandamótinu. Tveir leikmenn íslenska liðsins náðu að skora fleiri en einn þrist á mótinu en Kristrún Sigurjónsdóttir setti niður þrjú þriggja stiga skot og Pálína Gunnlaugsdóttir hitti úr tveimur skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.Besta 3ja stiga skotnýtingin á Norðurlandamótinu:
- lágmark 2 skotum hitt-
Petrúnella Skúladóttir (Ísland) 71,4% (7 skot/5 hitt)
Johanna Källman (Svíþjóð) 60,0% (5/3)
Sandra Valikoski (Finnland) 55,6% (9/5)
Tiina Sten (Finnland) 50,0% (6/3)
Marianne Hella (Noregur) 45,5% (11/5)
Reetta Piipari (Finnland) 41,4% (29/12)
Mari Puustinen (Finnland) 40,0% (5/2)
Sanna Helenius (Finnland) 38,7% (14/5)
Josefin Ohlheim (Svíþjóð) 33,3% (9/3)
Frida Eldebrink (Svíþjóð) 33,3% (15/5)
Anne Deleuran (Danmörk) 33,3% (6/2)

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Teitur Örlygsson í leik gegn Möltu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið