© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.8.2008 | 19:25 | OOJ
Svíar urðu Norðurlandameistarar eftir þrjá sigurleiki í röð
Svíar fagna Norðurlandameistaratitlinum.
Svíar tryggðu sér Norðurlandameistaratitilinn í körfubolta eftir 69-59 sigur á Norðmönnum í óopinberum úrslitaleik í dag. Norðmenn voru búnir að vinna alla sína leiki fyrir leikinn en Svíar töpuðu fyrsta leiknum naumlega á móti Dönum en unnu síðan þrjá leiki í röð og það dugði þeim til sigurs.

Það er margt líkt með sænska liðinu og því íslenska en Svíarnir eru að fara að keppa í b-deild Evrópukeppninnar í haust alveg eins og íslenska liðið. Finnar eru aftur á móti í A-deild en Norðmenn og Danir taka ekki þátt í Evrópukeppninni að þessu sinni.

Sænska liðið er byggt upp af ungum leikmönnum af svokallaðari gullkynslóð en það eru stelpur fæddar á árunum 1987 til 1989. Íslenska liðið er líka með stóran hluta sinna leikmanna á þessu aldursbili (sjö í íslenska liðinu eru fæddar 1987 eða síðar) en þetta er einnig besta kynslóð íslenskar kvennakörfu í langan tíma. Íslenska 1988-liðið vann það sænska tvisvar sinnum á Norðurlandamóti, fyrsti hjá 16 ára liðum vorið 2004 og svo í 18 ára liðum tveimur árum síðar. Íslenska 16 ára liðið tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn 2004, þann fyrsta og eina í sögunni, eftir æsispennandi úrslitaleik við Svíþjóð.

Svíar unnu b-deild 20 ára landsliða í Póllandi í síðasta mánuði (stelpur fæddar 1988 og 1989) en Ísland sendi ekki lið á það mót ekki frekar en í fyrrasumar en þá urðu sænsku stelpurnar í 5. sæti í b-deild 20 ára landsliða. 1988-landsliðið okkar stóð sig vel í keppni 16 ára og 18 ára liða og veitti því sænska alltaf mikla keppni á öllum Norðurlandamótunum. Sænska 20 ára landsliðið er þar með komið upp í A-deild á næsta ári en þrír leikmenn liðsins komust meðal annars í úrvalsliðið á þessu móti í Poznan í Póllandi.

Lokastaðan á Norðurlandamótinu:
1. sæti Svíþjóð
2. sæti Noregur
3. sæti Finnland
4. sæti Danmörk
5. sæti Ísland

Lið mótsins:
Louice Halvarsson, Svíþjóð
Anna Barthold, Svíþjóð
Reetta Piipari, Finnlandi
Annette Johansen, Noregi
Tiina Sten, Finnland Valin best
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sigurður Ingimundarson leikmaður Keflavíkur með skot yfir varnamann Vals
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið