© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.8.2008 | 19:25 | OOJ
Svíar urðu Norðurlandameistarar eftir þrjá sigurleiki í röð
Svíar fagna Norðurlandameistaratitlinum.
Svíar tryggðu sér Norðurlandameistaratitilinn í körfubolta eftir 69-59 sigur á Norðmönnum í óopinberum úrslitaleik í dag. Norðmenn voru búnir að vinna alla sína leiki fyrir leikinn en Svíar töpuðu fyrsta leiknum naumlega á móti Dönum en unnu síðan þrjá leiki í röð og það dugði þeim til sigurs.

Það er margt líkt með sænska liðinu og því íslenska en Svíarnir eru að fara að keppa í b-deild Evrópukeppninnar í haust alveg eins og íslenska liðið. Finnar eru aftur á móti í A-deild en Norðmenn og Danir taka ekki þátt í Evrópukeppninni að þessu sinni.

Sænska liðið er byggt upp af ungum leikmönnum af svokallaðari gullkynslóð en það eru stelpur fæddar á árunum 1987 til 1989. Íslenska liðið er líka með stóran hluta sinna leikmanna á þessu aldursbili (sjö í íslenska liðinu eru fæddar 1987 eða síðar) en þetta er einnig besta kynslóð íslenskar kvennakörfu í langan tíma. Íslenska 1988-liðið vann það sænska tvisvar sinnum á Norðurlandamóti, fyrsti hjá 16 ára liðum vorið 2004 og svo í 18 ára liðum tveimur árum síðar. Íslenska 16 ára liðið tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn 2004, þann fyrsta og eina í sögunni, eftir æsispennandi úrslitaleik við Svíþjóð.

Svíar unnu b-deild 20 ára landsliða í Póllandi í síðasta mánuði (stelpur fæddar 1988 og 1989) en Ísland sendi ekki lið á það mót ekki frekar en í fyrrasumar en þá urðu sænsku stelpurnar í 5. sæti í b-deild 20 ára landsliða. 1988-landsliðið okkar stóð sig vel í keppni 16 ára og 18 ára liða og veitti því sænska alltaf mikla keppni á öllum Norðurlandamótunum. Sænska 20 ára landsliðið er þar með komið upp í A-deild á næsta ári en þrír leikmenn liðsins komust meðal annars í úrvalsliðið á þessu móti í Poznan í Póllandi.

Lokastaðan á Norðurlandamótinu:
1. sæti Svíþjóð
2. sæti Noregur
3. sæti Finnland
4. sæti Danmörk
5. sæti Ísland

Lið mótsins:
Louice Halvarsson, Svíþjóð
Anna Barthold, Svíþjóð
Reetta Piipari, Finnlandi
Annette Johansen, Noregi
Tiina Sten, Finnland Valin best
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Mix mótið í körfubolta var haldið sunnudaginn 1. júlí 2007.  Veðrið lék við körfuboltamenn og konur og sáust mörg skemmtileg tilþrif.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið