© 2000-2021 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.8.2008 | 16:04 | OOJ
Flott byrjun en ellefu stiga tap fyrir Finnum
Signý Hermannsdóttir og Ágúst Björgvinsson, þjálfari
Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 11 stigum, 46-57, fyrir Finnlandi í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í Gentofte í dag. Íslenska liðið byrjaði vel og náði mest sex stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 12-6, og var fimm stigum yfir, 19-14, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá var eins og lok kæmi á körfuna, íslenska liðið klikkaði á 20 skotum í röð á sama tíma og Finnar tóku völdin og forustuna í leiknum og unnu að lokum með ellefu stiga mun.

Íslenska liðið var komið í 3-0 eftir átta sekúndur og sóknarleikur liðsins á upphafsmínútum fyrsta leikhlutans var frábær með Helenu Sverrisdóttur í fararbroddi. Íslensku stelpurnar komust í 12-6 eftir fimm mínútna leik og Helena átti þátt í öllum stigunum með fjórum stigum og þremur stoðsendingum. Finnar náðu að minnka muninn í eitt stig fyrir lok leikhlutans en Ísland var 15-14 yfir eftir 10 mínútur.

Ísland skoraði fjögur fyrstu stig annars leikhluta og komst í 19-14 en þá hertu Finnar tökin í vörninni á sama tíma og ekkert gekk upp hjá íslensku sóknini. Finnar skoruðu 11 stig í röð og komust 25-19 yfir. Þær voru síðan með átta stiga forskot í hálfleik, 20-28 eftir að hafa sett niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma.

Lokið var enn á körfunni í upphafi seinni hálfleiks og þegar Signý Hermannsdóttir braut loksins múrinn eftir 2 mínútur og 35 sekúnda leik í þriðja leikhluta þá voru íslensku stelpurnar ekki búnar að skora körfu í tæpar tólf mínútur. Íslenska liðið klikkaði á 20 skotum í röð, 14 tveggja stiga skotum og sex öðrum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Finnarnir gáfu ekkert eftir þrátt fyrir að íslenska liðið væri farið að skora aftur og sjö stig í röð komu þeim fimmtán stigum yfir, 24-39, þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þetta forskot hélst út í leikhlutann og Finnar voru 31-46 yfir þegar aðeins lokaleikhlutinn var eftir.

Finnar náðu síðan mest 18 stiga forskoti í fjórða leikhlutanum, 37-55, en þá settu íslensku stelpurnar niður þrjá þrista á mínútu og kom muninum niður fyrir tíu stigin. Það tókst þó ekki að halda því og Finnar tryggðu sér 11 stig sigur með því að setja niður tvö víti 20 sekúndum fyrir leikslok.

Sóknarleikur íslenska liðsins brást algjörlega í þessum leik eftir ágæta byrjun og það gekk ekkert upp á þeim enda vallarins. Íslensku stelpurnar hittu aðeins úr 13 af 44 tveggja stiga skotum sínum og 2 af fyrstu 22 þriggja skotum sínum. Eftir oft á tíðum flottan varnarleik tókst íslenska liðinu aldrei að komast af stað í sókninni og það má segja að smá þriggja stiga skotsýning í lok leiksins þar sem íslenska liðið skoraði þrjár þriggja stiga körfur á einni mínútu hafi í raun bjargað andliti íslensku sóknarinnar.

Signý Hermannsdóttir var yfirburðarmaður í íslenska liðinu í gær en hún var fyrsta íslenska konan til þess að taka 20 fráköst í einum landsleik. Signý skoraði auk þess 11 stig og varði fimm skot. Helena Sverrisdóttir byrjaði vel en gekk síðan á vegg eins og aðrir leikmenn liðsins sem komust lítið áleiðis gegn grimmri vörn Finnanna.

Ísland-Finnland 46-57 (15-14, 20-28, 31-46)
Signý Hermannsdóttir 11 stig (20 fráköst, 5 varin skot)
Helena Sverrisdóttir 11 stig (5 stoðsendingar, 3 stolnir)
Kristrún Sigurjónsdóttir 6 stig (hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum)
Hildur Sigurðardóttir 5 stig (3 stoðsendingar)
Sigrún Ámundadóttir 5 stig
Petrúnella Skúladóttir 3 stig
Pálína Gunnlaugsdóttir 3 stig (3 fráköst, 2 stoðsendingar)
Margrét Kara Sturludóttir 2 stig
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Andrew Piazza, leikmaður KR, skar netið úr körfunni eftir sigur KR í úrslitaleik gegn Njarðvík 28. mars 1978.  Forráðamönnum Laugardalshallarinnar var ekki skemmt.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið