© 2000-2021 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
7.8.2008 | 21:50 | OOJ
Ég get ekki annað en verið stoltur af stelpunum
Ágúst og aðstoðarþjálfari hans Finnur Freyr Stefánsson.
Íslenska kvennalandsliðið var nálægt sínum fyrsta sigri á Norðurlandamótinu þegar liðið mætti Noregi í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Ágúst Björgvinsson var ánægður með hugarfar og baráttuhug íslenska liðsins en það vantaði kannski aðeins meiri leikæfingu til þess að ná sigrinum í höfn á lokasprettinum.

"Maður er aldrei ánægður með að tapa en ég var samt mjög ánægður með leik okkar liðs. Ég get ekki annað en verið stoltur af stelpunum. Það er aldrei gaman að tapa en það
er þó skömminni skárra að tapa þegar maður hefur lagt allt í leikinn," sagði Ágúst landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Noregi í kvöld.

Ágúst sá mikinn mun á liðinu frá því á miðvikudagskvöldið. "Þetta var allt annað lið og allt annar þjálfari en í fyrsta leiknum á móti Svíum. Þetta var miklu betra," sagði Ágúst en íslenska liðið tapaði með 34 stigum í fyrsta leik sínum á móti Svíum. "Við vorum hálf kjánaleg í fyrsta leiknum þar sem allir voru að spila sinn fyrsta leik í langan tíma. Við vorum þá að mæta gríðarlega sterku Svíaliði sem var búið að tapa óvænt á móti Dönum. Svíarnir komu gríðarlega einbeittar til leiks, við fáum skell í byrjun, lendum undir og erum lengi að jafna okkur á því," segir Ágúst.

Íslenska liðið gaf eftir á lokakaflanum gegn Norðmönnum eftir að hafa unnið upp ágætt forskot Norðmanna með frábærum þriðja leikhluta. "Í seinni hálfleik komum við inn með alveg svakalega orku. Norðmennirnir voru komnir í bónus eftir aðeins þrjár mínútur og þær voru að skora stærsta hluta sinna stiga af vítalínunni. Vörnin var samt að halda mjög vel í leikhlutanum en í fjórða leikhlutanum vorum við að fá á okkur alltof mörg stig. Þær eru að skora á okkur 27 stig og við náðum ekki tveimur stoppum í röð," sagði Ágúst en töpuðu boltarnir voru líka alltof margir í þessum leik.

"Það telur náttúrulega mjög mikið að fá á sig svona mörg stig í einum leikhluta en svo áttum við líka í miklum vandræðum með að halda boltanum innan liðsins. Við vorum að skjóta mjög vel og vorum að klára þær sóknir mjög vel þar sem við vorum að ná skoti. Það voru bara alltof margar sóknir þar sem boltinn endaði í höndunum á Norðmönnunum eða bara útaf vellinum," sagði Ágúst.

Helena Sverrisdóttir tapaði átta boltum í leiknum en Ágúst hefur ekki áhyggjur af því. "Hún er ekki búin að spila sem leikstjórnandi með TCU í allan vetur og við erum að spila henni sem fyrsta leikstjórnanda. Hún er að spila mjög mikið og ég hef ekki miklar áhyggjur af henni þegar hún er búin að fá meiri leikæfingu í þessarri stöðu. Okkar þrír aðal leikstjórendur tapa 18 boltum í þessum leik en það mun lagast með meiri leikreynslu og leikæfingu," sagði Ágúst.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn Albertsson dómari gefur merki um skiptingu og Damon Johnson leikmaður Keflavíkur fylgist með.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið