S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
7.8.2008 | 20:27 | OOJ
Það vantaði bara herslumuninn gegn Norðmönnum
Petrúnella Skúladóttir var sjóðheit í seinni hálfleik.
Íslenska liðinu gekk ekki vel á upphafsmínútum leiksins og lenti strax sjö stigum undir, 1-8. Norðmenn héldu frumkvæðinu fram eftir fyrsta leikhlutann og komust í 7-15 eftir tæplega sex mínútna leik. Þá tóku við frábærar fjórar mínútur sem íslenska liðið vann 13-2 og komst 20-17 yfir. Sigrún Ámundadóttir fór mikinn á þessum tíma og skoraði þá sex stig. Norðmenn áttu hinsvegar lokaorðið og komust yfir í 20-21 eftir að hafa stolið boltanum af íslenska liðinu og skorað úr hraðaupphlaupi. Ísland skoraði fyrstu tvö stig annars leikhluta en þá tók við mjög slæmur kafli þar sem stelpurnar fengu á sig níu norsk stig í röð. Eftir það voru norsku stelpurnar aftur komnar með frumkvæðið og héldu því út hálfleikinn. Norðmenn leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Helena Sverrisdóttir skoraði 7 stig í leikhlutanum en það vantaði framlög frá fleirum. Það breyttist hinsvegar allt eftir hálfleiksræðuna hjá Ágústi Björgvinssyni þjálfara. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og skoruðu sjö fyrstu stig í þriðja leikhlutanum. Signý Hermannsdóttir, fyrirliði liðsins, skoraði fimm af þessum sjö stigum og íslenska liðið komst 41-39 yfir. Íslenska liðið spilaði af miklum krafti á þessum tíma leiksins en það kostaði liðið margar villur og Norðmenn skoruð 10 af 15 stigum sínum í hálfleiknum af vítalínunni. Þessi góða vítanýting norska liðsins hjálpaði liðinu til að komast sjö stigum yfir en íslenska liðið átti góðan endakafla og kom sér aftur inn í leikinn. Tveir þristar frá Petrúnellu Skúladóttur og tveggja stiga karfa frá Maríu Ben Erlingsdóttir voru þá lykillinn að baki 8-1 kafla en með honum jafnaði íslenska liðið leikinn í 54-54 fyrir lok þriðja leikhlutans. Fjórði og síðasti leikhlutinn var æsispennandi og jafn fram í hann miðjan en þá gáfu íslensku stelpurnar eftir og eftir sex norsk stig í röð var á brattan að sækja fyrir íslenska liðið. Norðmenn komust með því 65-73 yfir í leiknum og þann mun náðu íslensku stelpurnar aldrei að brúa. Íslenska liðið hitti mjög vel á lokasprettinum (9 af 15 skotum, 60%) en átta tapaðir boltar voru dýrkeyptir. Helena Sverrisdóttir tók mikið af skarið í sókninni og var með 18 stig og 9 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir átti frábæran seinni hálfleik þar sem hún raðaði niður þriggja stiga körfum og María Ben Erlingsdóttir kom sterk inn af bekknum. Þá átti Sigrún Ámundadóttir mjög góðan leik í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu. Allt íslenska liðið á líka heiður skilinn fyrir mikla baráttu og leikgleði en því miður vantaði bara herslumuninn að landa fyrsta sigrinum á Norðurlandamótinu. Næsti leikur er á móti Finnum og hefst hann klukkan 15.00 á morgun eða klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Finnar hafa unnið 1 af 3 leikjum sínum á mótinu en þetta er lokaleikur liðsins á Norðurlandamótinu í ár. Ísland-Noregur 74-81 (20-21, 34-39, 54-54) Helena Sverrisdóttir 18 stig (9 stoðsendingar, 8 fráköst) Petrúnella Skúladóttir 13 stig (hitti úr 5 af 7 skotum þar af 3 af 4 3ja stiga, 18 mínútur) María Ben Erlingsdóttir 10 stig Signý Hermannsdóttir 9 stig (8 fráköst, 4 varin skot) Sigrún Ámundadóttir 8 stig (4 fráköst, 2 stolnir) Pálína Gunnlaugsdóttir 7 stig (3 stoðsendingar) Kristrún Sigurjónsdóttir 5 stig Hildur Sigurðardóttir 2 stig (4 fráköst, 4 stoðsendingar) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2 stig |