© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.8.2008 | 19:22 | OOJ
Við vorum að hitta mjög illa sem fer illa með öll lið
Signý ætlar að mæta grimm í Noregsleikinn á morgun.
Íslensku stelpurnar voru að sjálfsögðu ekki ánægðar með fyrsta leik sinn á Norðurlandamótinu og fyrirliði liðsins, Signý Hermannsdóttir segir þær ætla að bæta í og gera betur gegn Norðmönnum á morgun enda þurfi þær að bæta fyrir hrakfarirnar frá því í Evrópukeppninni í fyrra.

"Svíarnir voru kannski erfiðari en við bjuggumst við en við náðum okkur allavegna ekki eins vel á strik og ég hélt að við myndum gera. Við eigum samt mikið inni," sagði Signý Hermannsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins sem segir sænska liðið hafi sýnt allt annan og betri leik en í fyrsta leik sínum á móti Dönum.

"Við vorum óheppnar að setja ekki skotin niður í fínum færum í byrjun og það setti svolítið tóninn fyrir okkur í leiknum. Það er engin afsökun að við höfum verið að spila okkar fyrsta leik en það var svoleiðis bragur á okkur. Við vorum ekki alveg samstilltar og svo vorum við að hitta mjög illa sem fer illa með öll lið," sagði Signý.

Íslenska liðið hitti aðeins úr 18 af 71 skoti sínu í leiknum og Signý neitaði því ekki að þar ætti liðið að geta gert miklu betur.

"Ef við hefðum hitt eins og við eigum að gera þá hefðum við staðið betur í þeim," sagði Signý og bætir við. "Mér fannst vörnin vera farin að smella saman í endann og það var líka mikil barátta í liðinu þótt hún hafi aðeins dottið niður um tíma. Við ætlum okkur að berjast og koma af krafti inn í leikina og mér fannst það takast mestan hluta leiksins," sagði Signý.

Íslensku stelpurnar mæta Norðmönnum í öðrum leik sínum á morgun. Signý er sannfærð um að liðið komi sterkt til leiks og vinna sinn fyrsta leik á mótinu. "Við ætlum bara að koma og taka Norðmennina á morgun. Við ætlum að bæta fyrir hrakfarirnar frá því í fyrra. Við ætlum að bæta í og bæta það sem betur mátti fara í þessum leik," sagði Signý að lokum.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikunum er hér á leik Íslands og Kýpur í karlakeppninni. Eitthvað sniðugt virðast þær sjá en íslensku strákarnir töpuðu stórt fyrir þeim kýpversku.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið