S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
6.8.2008 | 17:36 | OOJ
Fall vonandi fararheill - 34 stiga tap fyrir Svíum
Helena Sverrisdóttir skoraði 17 stig gegn Svíum í dag,
Sænska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og komst strax í 9-0 og það tók íslenska liðið rúmar fjórar mínútur að skora fyrstu körfuna en hana gerði fyrirliðinn Signý Hermannsdóttir eftir stoðsendingu frá Helenu Sverrisdóttur. Svíar komust í 17-4 og 22-6 og voru 16 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 8-24. Íslensku stelpurnar áttu ágætan sprett í upphafi annars leikhluta og komu muninum þá niður í 13 stig, 15-28 en Svíar hrukku þá aftur í gang, skoruðu sjö stig í röð og voru síðan 24 stigum yfir í hálfleik, 19-43. Þriðji leikhlutinn var íslenska liðinu erfiður en hann unnu Svíar 29-10 og voru því komnir 33 stigum yfir, 29-62, fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið skoraði 18 stig í lokaleikhlutanum og hélt þá í við sænska liðið en á endanum skildu 34 stig liðin af. Svíar unnu leikinn 81-47 og er því heldur betur búnir að stimpla sig inn í Norðurlandamótið á nýjan leik. Íslenska liðið skorti greinilega leikæfingu enda að spila sinn fyrsta leik eftir þriggja mánaða æfingatörn. Þetta mátti sérstaklega greina á þeim fjölda skota sem láku hreinlega upp úr körfunni í gær. Fyrsti leikhlutinn reyndist líka liðinu mjög erfiður þar sem aðeins 3 af 16 skotum rötuðu rétt leið. Það er óhætt að segja að þriggja stiga skotin hafi ekki dottið hjá íslenska liðinu í þessum leik. Stelpurnar hittu aðeins úr 1 af 17 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna en það var Petrúnella Skúladóttir sem skoraði eina þristinn liðsins í leiknum. Karfa hennar kom úr eina skoti hennar fyrir utan en það var þá sextánda þriggja stiga tilraun íslensku stelpnanna. Sænska liðið var greinilega sært og staðráðið að bæta fyrir tapið á móti Dönum í gær. Það er mikil breidd í liðinu, fimm leikmenn skoruðu á annan tug stiga og liðið fékk 32 stig frá bekknum. Sænsku stelpurnar skoruðu líka 18 hraðaupphlaupsstig (gegn 4) og náðu að skora 15 stig (gegn 7) úr sóknum sem þær náðu að framlengja með sóknarfrákasti. Ísland-Svíþjóð 47-81 (8-24, 19-43, 29-62) Helena Sverrisdóttir 17 stig (8 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolnir) Signý Hermannsdóttir 6 stig (6 fráköst, 3 stolnir) Hildur Sigurðardóttir 6 stig María Ben Erlingsdóttir 5 stig Petrúnella Skúladóttir 3 stig Pálína Gunnlaugsdóttir 3 stig (4 fráköst, 3 stoðsendingar, 5 villur) Sigrún Ámundadóttir 3 stig Jovana Lilja Stefánsdóttir 2 stig Margrét Kara Sturludóttir 2 stig Hin 19 ára gamla Louise Halvorsson, sem kom til liðs við Svía í morgun, skoraði 16 stig í leiknum, Anna Barthold var með 13 stig og Frida Eldebrink skoraði 12 stig. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Norðmönnum og hefst leikurinn klukkan 18.45 á morgun eða 16.45 á íslenskum tíma. Norðmenn unnu Finna óvænt í fyrsta leik sínum en áttu síðan frídag í gær. |