S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
5.8.2008 | 15:36 | OOJ
Helena og María Ben eru búnar að spila 24 NM-landsleiki saman
María Ben er á leiðinni á sitt sjötta Norðurlandamót
Helena og María Ben spiluðu saman með yngri landsliðum á fjórum Norðurlandamótum í röð frá 2003 til 2006 og urðu meðal annars Norðurlandameistarar með 16 ára liðinu vorið 2004. Þær voru líka báðar með á Norðurlandamóti kvenna fyrir fjórum árum þá aðeins 16 ára gamlar. Helena og María hafa alls spilað 24 leiki saman á Norðurlandamóti, tíu með 16 ára liðinu, tíu með 18 ára liðinu og fjóra með A-liðinu. Helena hefur skorað 545 stig í þessujm 24 leikjum eða 22,7 að meðaltali í leik en María Ben hefur skorað 258 stig eða 10,8 að meðaltali í leik. Saman hafa því Helena og María Ben skorað 803 stig á Norðurlandamótum sem gera 33,5 stig að meðaltali í leik í þeim 24 leikjum sem þær hafa spilað saman í á Norðurlandamóti. Leikir Helenu og Maríu á Norðurlandamótum: NM unglinga 2003 16 ára landsliðið Finnland 55-83 - Helena 19, María Ben 10 Noregur 73-61 - Helena 25, María Ben 22 Svíþjóð 43-75 - Helena 22, María Ben 9 Danmörk 71-72 - Helena 27, María Ben 6 Danmörk 76-89- María Ben 17, Helena 13 NM unglinga 2004 16 ára landsliðið Svíþjóð 74-84 - Helena 27, María Ben 11 Danmörk 91-45 - Helena 29, María Ben 9 Finnland 92-81 - Helena 46, María Ben 23 Noregur 84-39 - Helena 13, María Ben 6 Svíþjóð 77-76 - Helena 45, María Ben 10 NM 2004 A-landsliðið Noregur 77-73 - Helena 22, María Ben 2 Svíþjóð 66-99 - Helena 15, María Ben 2 Danmörk 68-76 - Helena 14, María Ben 0 Finnland 60-77 - Helena 8, María Ben 5 NM unglinga 2005 18 ára landsliðið Svíþjóð 53-60 - Helena 27, María Ben 7 Danmörk 82-63 - Helena 10, María Ben 10 Finnland 99-95 - Helena 29, María Ben 17 Noregur 81-57 - Helena 21, María Ben 10 Svíþjóð 57-79 - Helena 20, María Ben 9 NM unglinga 2006 18 ára landsliðið Svíþjóð 71-64 - Helena 30, María Ben 18 Noregur 82-47 - Helena 23, María Ben 12 Finnland 86-67 - María Ben 30, Helena 19 Danmörk 64-62 - María Ben 8, Helena 8 Svíþjóð 64-79 - Helena 33, María Ben 13 Allir leikmenn liðsins hafa farið á Norðurlandamót áður þótt aðeins fjórar hafa farið á Norðurlandamót fullorðinna. Helena og María Ben eru eins og áður sagði að fara á sitt sjötta NM en Margrét Kara Sturludóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir eru að fara á sitt fimmta Norðurlandamót. Þær Signý Hermannsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir og Petrúnella Skúladóttir hafa síðan allar farið á tvö Norðurlandamót eru því á leið á sitt þriðja NM. Jovana Lilja Stefánsdóttir rekur hér lestina en hún hefur farið á eitt Norðurlandamót. Jovana Lilja hefur ennfremur beðið lengst af öllum eftir að spila á NM en hún fór á sitt eina NM fyrir fimm árum þegar hún spilaði með 18 ára liðinu á NM 2003. Þær Ingibjörg og Ragna Margrét voru hinsvegar á NM unglinga með 18 ára landsliðinu í vor og Ragna Margrét var þá valin í úrvalslið mótsins. Flestir leikir á Norðurlandamótum af leikmönnum á NM 2008: Helena Sverrisdóttir 24 (4 með A-liði) María Ben Erlingsdóttir 24 (4 með A-liði) Margrét Kara Sturludóttir 20 Ingibjörg Jakobsdóttir 18 Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18 Pálína Gunnlaugsdóttir 10 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 Signý Hermannsdóttir 8 (8 með A-liði) Hildur Sigurðardóttir 8 (8 með A-liði) Kristrún Sigurjónsdóttir 8 Petrúnella Skúladóttir 8 Jovana Lilja Stefánsdóttir 4 |