© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.8.2008 | 15:23 | OOJ
Signý og Hildur fyrstar til að fara á þrjú Norðurlandamót
Hildur og Signý eru að fara á sitt þriðja NM
Signý Hermannsdóttir og Hildur Sigurðardóttir eru reynslumestu leikmenn kvennalandsliðsins í haust og þær setja nýtt met þegar þær spila á sínu þriðja Norðurlandamóti A-landsliða kvenna í vikunni. Báðar voru þær með í Bergen í Noregi fyrir átta árum og einnig í Arvika í Svíþjóð fyrir fjórum árum síðan. Átta af tólf leikmönnum íslenska liðsins eru að fara á sitt fyrsta Norðurlandamót A-landsliða.

Signý er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu Norðurlandamóts kvenna en hún hefur skorað 91 stig í 8 leikjum sínum á NM eða 11,4 að meðaltali í leik. Signý hefur verið í byrjunarliðinu í öllum þessum átta leikjum en sú eina til að afreka slíkt auk hennar er Erla Þorsteinsdóttir sem var líka í byrjunarliðinu í öllum leikjum þessarra tveggja móta.

Signý hefur verið í aðalhlutverki á báðum þessum Norðurlandamótum. Hún var stigahæsti leikmaður liðsins í Bergen 2000 með 9,8 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 8,0 fráköst, verja 2,8 skot og gefa 2,3 stoðsendingar í leik. Signý var síðan önnur stighæst í íslenska liðinu í Arvika 2004 þegar hún skoraði 13,0 stig að meðaltali auk þess að taka 5,8 fráköst og verja 2,0 skot að meðaltali í leik.

Hildur lék aðeins í fjórar mínútur á NM í Bergen fyrir átta árum en það var þá hennar fyrsta alvöru mót með landsliðinu. Hildur lék aftur á móti í 16,5 mínútur að meðaltali í leik á NM fyrir fjórum árum og var þá með 3,5 stig og 3,3 fráköst að meðaltali í leik. Hildur var í byrjunarliðinu í þremur af leikjunum fjórum.

Met kvennalandsliðsins á Norðurlandamótum:

Flest mót:
Signý Hermannsdóttir 3
Hildur Sigurðardóttir 3
Erla Þorsteinsdóttir 2
Alda Leif Jónsdóttir 2
Birna Valgarðsdóttir 2
Erla Reynisdóttir 2

Flestir leikir:
Signý Hermannsdóttir 8
Hildur Sigurðardóttir 8
Erla Þorsteinsdóttir 8
Alda Leif Jónsdóttir 8
Birna Valgarðsdóttir 8
Erla Reynisdóttir 8

Flest stig:
Signý Hermannsdóttir 91
Erla Þorsteinsdóttir 76
Helena Sverrisdóttir 59
Alda Leif Jónsdóttir 54
Birna Valgarðsdóttir 50
Erla Reynisdóttir 50

Flestar þriggja stiga körfur:
Erla Reynisdóttir 8
Erla Þorsteinsdóttir 6
Alda Leif Jónsdóttir 6
Birna Valgarðsdóttir 4
Gréta María Grétarsdóttir 2
Kristín Blöndal 2

Flest stig að meðaltali í leik:
Helena Sverrisdóttir 14,8
Signý Hermannsdóttir 11,4
Erla Þorsteinsdóttir 9,5
Alda Leif Jónsdóttir 6,8
Erla Reynisdóttir 6,3
Birna Valgarðsdóttir 6,3
Gréta María Grétarsdóttir 6,0

Flest stig í einum leik:
Helena Sverrisdóttir 22 (gegn Noregi, 11.8.2004)
Signý Hermannsdóttir 18 (gegn Svíþjóð, 12.8.2004)
Helena Sverrisdóttir 15 (gegn Svíþjóð, 12.8.2004)
Birna Valgarðsdóttir 14 (gegn Finnlandi, 14.8.2004)
Erla Þorsteinsdóttir 14 (gegn Danmörku, 13.8.2004)
Helena Sverrisdóttir 14 (gegn Danmörku, 13.8.2004)
Erla Þorsteinsdóttir 14 (gegn Danmörku, 12.8.2000)
Signý Hermannsdóttir 14 (gegn Noregi, 13.8.2000)
Signý Hermannsdóttir 13 (gegn Svíþjóð, 11.8.2000)
Alda Leif Jónsdóttir 13 (gegn Danmörku, 12.8.2000)

Flestar þriggja stiga körfur í einum leik:
Alda Leif Jónsdóttir 2 (gegn Danmörku, 12.8.2000)
Erla Reynisdóttir 2 (gegn Danmörku, 12.8.2000)
Erla Þorsteinsdóttir 2 (gegn Noregui, 13.8.2000)
Alda Leif Jónsdóttir 2 (gegn Noregi, 11.8.2004)
Birna Valgarðsdóttir 2 (gegn Danmörku, 13.8.2004)
Erla Reynisdóttir 2 (gegn Danmörku, 13.8.2004)
Alda Leif Jónsdóttir 2 (gegn Danmörku, 13.8.2004)
Birna Valgarðsdóttir 2 (gegn Finnlandi, 14.8.2004)

Flestir tíu+ stiga leikir:
Signý Hermannsdóttir 6
Erla Þorsteinsdóttir 4
Birna Valgarðsdóttir 3
Helena Sverrisdóttir 3
Alda Leif Jónsdóttir 1
Erla Reynisdóttir 1
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sveinbjörn Classen í leik á landsmótinu með ÍBR (Íþróttabandalag Reykjavíkur) sem notaði búninga KR á mótinu. Sveinbjörn er uppalinn- og núverandi leikmaður erkifjendana í ÍR.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið