S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
22.7.2008 | 23:38 | fararstjori | Yngri landslið
Til hamingju stelpur!
Heiðrún var ásamt Guðbjörgu valin í lið mótsins!
Stelpurnar unnu leiki sína við Gíbraltar 108-24 og Albaníu 71-49 í sínum riðli og komust því beint í undanúrslit þar sem þær léku við lið Möltu sem þær sigruðu með rúmlega 20 stigum. Þar með var ljóst að stelpurnar færu í úrslitaleikinn á móti Albaníu sem hafði sigrað Skotland með 2 stigum í milliriðli. Íslenska liðið tók strax völdin í úrslitaleiknum við Albani og skildu 16 stig liðin að í hálfleik. Í síðari hálfleik bættu stelpurnar um betur og urðu lokatölur 74-41. Gaman er að geta þess að allir leikmenn liðsins komu við sögu í öllum leikjunum sem sýnir vel breiddina sem liðið býr yfir. Liðsheildin er sterk hjá stelpunum og þær eru duglegar að hvetja hver aðra til dáða. Mótshaldið gekk í alla staði vel og eiga heimamenn hrós skilið fyrir allt utanumhald og góðar móttökur. Mótsslitin fóru fram á ströndinni þar sem var grillað ofan í mannskapinn og dansað fram eftir kvöldi. Þjálfarar liðanna völdu lið mótsins og hrepptu tvær íslenskar stúlkur sæti í því, þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Heiðrún Kristmundsdóttir. Óskum við þeim innilega til hamingju með þann heiður. Liðið stóð sig ekki bara vel inni á vellinum heldur voru stelpurnar til mikillar fyrirmyndar alla ferðina. Þær sýndu mikið umburðarlyndi við þær tafir sem urðu á ferðum okkar til Mónakó og úti lifðu þær í sátt og samlyndi í tveimur íbúðum og voru frábær og samstilltur hópur hvar sem þær fóru. Við getum sannarlega verið stolt af íslenska U-16 stúlknalandsliðinu okkar - til hamingju stelpur! |