© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.7.2008 | 17:10 | FÍR
Sigur á Albaníu í úrslitaleiknum
Guðbjörg fór fyrir íslenska liðinu í úrslitaleiknum með frábærum leik
Íslenska liðið fór í gegnum C-deildina með því að vinna alla leikina og nú rétt í þessu bar það sigurorð á Albaníu í úrslitaleik.

Stelpurnar náðu strax undirtökunum og ætluðu ekki að falla í þá gryfju að vanmeta Albaníu en liðið mættust í riðlakeppninni þar sem okkar stelpur höfðu betur.

Í hálfleik var staðan 39:23 okkar stelpum í vil. Í seinni hálfleik dró enn meira í sundur með liðunum og þegar upp var staðið hafði íslenska liðið gersigrað þær albönsku 74:41

Guðbjörg Sverrisdóttir átti skínandi leik en hún skoraði 15 stig, tók 16 fráköst, var með 8 stolna bolta og gaf 2 stoðsendingar. Ína María Einarsdóttir var stigahæst með 16 stig og tók 6 fráköst. Annars var allt liðið að leika vel og liðsheildin var sterk.

Við óskum hópnum til hamingju með sigurinn.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 25. febrúar 2001. Frá vinstri Marinó Sveinsson; Einar Matthíasson og Gauti Grétarsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið