© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.7.2008 | 21:34 | fararstjori | Yngri landslið
Stelpurnar komnar í undanúrslit í Mónakó
Heiðrún var með 6 stolna og stoðsendingar í leiknum í dag
Íslensku stelpurnar hafa nú tryggt sér sæti í undanúrslitum eftir að þær fóru með sigur af hólmi í leiknum við Albaníu fyrr í dag.

Stúlkurnar frá Albaníu veittu meiri mótspyrnu heldur en stöllur þeirra frá Gíbraltar í gær. Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi og var það aðallega vegna þess hversu illa stelpunum okkar gekk að koma boltanum í körfuna. Albanir komust yfir um miðjan leikhlutann en íslenska liðið lét ekki slá sig útaf laginu og náði forystunni áður en fyrsti leikhluti var úti, 20-14.

Stelpurnar skoruðu 8 fyrstu stig annars leikhluta og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Eftir það skiptust liðin aftur á körfum en rétt fyrir lok leikhlutans náðu stelpurnar muninum upp í 13 stig sem hélst í hálfleik, 41-28.
Albönsku stelpurnar gerðu hvað þær gátu til að ná muninum niður eftir hlé en um miðjan leikhlutann var allur vindur úr þeim og gengu okkar stelpur á lagið og leiddu með 60-40 fyrir lokaleikhlutann.
Stelpurnar okkar gerðu vel í fjórða leikhluta, þær slökuðu þó aðeins á klónni í lok leiksins en sigruðu engu að síður örugglega 71-49.

Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst með 20 stig en næst henni kom Sara Magnúsdóttir með 11 stig.
Heiðrún Kristmundsdóttir átti góðan leik og var með 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta.
Nýliðinn Bergdís Ragnarsdóttir leiddi liðið í teknum fráköstum með 12 á einungis 14 mínútum, þar af voru 7 sóknarfráköst.
Annars átti liðið heilt yfir góðan leik og fagnaði sanngjörnum sigri að leikslokum.

Í fyrramálið fer hópurinn á æfingu en þær eiga næsta leik í undanúrslitunum á föstudaginn. Á morgun (fimmtudag) gefst því tími til að slaka á og skoða sig um í því frábæra umhverfi sem er að finna hér í Mónakó.

Það er mikill hugur í liðinu og markið sett á sigur í þeim leikjum sem eftir eru.
Sendum bestu kveðjur til allra heima á Fróni.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lárus Friðþjófsson, unglinganefndarmaður, stóð vaktina á grillinu þegar leikmenn íslensku unglingalandsliðanna hittust til að fagna góðum árangri U18 ára liðs drengja sumarið 2009. Liðið varð norðurlandameistari í maí 2009.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið