© 2000-2019 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.7.2008 | 17:52 | FÍR
Íslenska liðið tapaði öðru sinni í Litháen
Logi átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið í dag
Íslenska karlalandsliðið tapaði öðru sinni gegn Litháen í dag en leikurinn fór fram í Vilnius.

það var mikil stemning á leiknum en um 10.000 áhorfendur voru mættir til að sjá leikinn.

Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og var jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik þar til að heimamenn náðu smá áhlaupi undir lok hálfleiksins. Staðan í hálfleik var 45:33

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og náðu fljótlega góðri forystu og urðu lokatölur 105:67

Logi Gunnarsson var bestur íslenska liðsins í dag en hann skoraði 23 stig og tók 4 fráköst að auki, Jakob Sigurðarson skoraði 14 stig og gaf 4 stoðsendingar og Sigurður Þorvaldsson skoraði 10 auk þess að taka 4 fráköst.

Litháar höfðu betur í fráköstum 44 gegn 29 og þeir gáfu 30 stoðsendingar á móti 8 okkar manna.

Litháar voru með 71% 2 stiga nýtingu á móti 31% hjá okkur.

Litháar hittu úr 12 af 28 þriggja stiga skotum sem gerir 43% nýtingu. Íslenska liðið hitti úr 12 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 37% nýtingu.

Íslenska liðið var að leika mun betur í dag þó að munurinn hafi verið 38 stig í lokin. Heimamenn eru einfaldlega með eitt af bestu liðum heims og engin skömm að tapa fyrir slíku liði.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 25. febrúar 2001.  Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, með formanni ritnefndar sögu KKÍ, Gunnari Gunnarssyni, og ritstjóra bókarinnar, Skapta Hallgrímssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið