© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.7.2008 | 12:23 | FÍR | Yngri landslið
U-16 ára landslið stúlkna er loksins komið til Monaco
Mikið hefur mætt á Þóru Melsteð yfirfararstjóra á leiðinni til Monaco (SÖA)
U-16 ára landslið stúlkna er loksins komið til Monaco en nokkrar seinkanir urðu á vegi þess.

Í staðinn fyrir að fljúga að morgni í gær var flogið til London um miðjan dag vegna bilunar. Það þýddi að hópurinn næði ekki fluginu áfram til Nice í Frakklandi sem er í um 20 mínútna fjarlægð frá Monaco.

Ákveðið var að gista á Holiday Inn sem er rétt hjá flugvellinum í London þar sem flugið áfram til Nice var áætlað klukkan 06:50 í morgun.

Þegar liðið var komið út í vél í morgun kom í ljós bilun og þvi varð að skipta um vél. Þetta hafði í för með sér um 2 klukkustunda seinkun sem þýðir að það er búið að breyta leikjaniðurröðuninni og á íslenska liðið ekki leik fyrr en á morgun.

Það er engu að síður gott hljóð í stelpunum og þær staðráðnar í að standa sig vel á mótinu. Þegar heimasíðan heyrði í þeim síðast var hópurinn að borða á hótelinu í Monaco.

Við munum setja inn fleiri fréttir af liðinu eftir því sem líður á mótið.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Körfuknattleiksfólk úr ÍR, bæði meistaraaflokki karla og kvenna, auk yngri flokka, í hópmyndatöku, líklega 1984.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið