© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
7.6.2008 | 13:01 | einar
Dramatík gegn Dönum í Danaveldi
Ísland U15 tapaði 84-80 í framlengdum leik gegn Dönum í morgun. Íslenska liðið lék frábærlega í fyrri hálfleik og leiddi 10-28 eftir fyrsta leikhluta og 36-50 í hálfleik en Danir komu sterkir til baka og lokatölur í venjulegum leiktíma voru 74-74.

Byrjunarlið Íslands í þessum leik var skipað Þorsteini Ragnarssyni, Ágústi Orrasyni, Oddi Birni Péturssyni, Emil Karel Einarssyni og Snorra Hrafnkelssyni.
Strákarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og hitti liðsins var frábær framan af. Sex 3ja stiga körfur litu dagsins ljós í fyrsta leikhluta (Þorsteinn 3, Oddur 2, Ágúst 1) og ljóst að íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti en í gær.

Danir fóru í 2:3 svæðisvörn seint í öðrum leikhluta og náðu að laga stöðuna örlítið, en íslenska liðið náði mest 19 stiga forskoti. 14 stiga forysta í hálfleik og ljóst að með 15 stiga sigri færi íslenska liðið í undanúrslit.

Danirnir mættu hins vegar grimmir í síðari hálfleikinn og íslenska liðið var ekki að komast mikið nærri körfu gegn svæðisvörninni. Forystan var einungis tvö stig þegar fjórði leikhluti fór af stað og strákarnir hugsanlega að svekkja sig óþarflega mikið á því að forskotið væri farið.

Framundan var þó spennandi fjórði leikhluti þar sem liðin skiptust á að hafa forystu og Oddur minnkaði muninn í eitt stig með þrist þegar innan við mínúta var eftir. Danir skoruðu úr tveimur vítum í næstu sókn en Valur Orri Valsson jafnaði leikinn með þrist þegar 19 sekúndur voru eftir. Danir náðu ekki að nýta síðustu sóknina og framlenging staðreynd.

Í framlengingunni skoruðu Danir þrist en Valur jafnaði aftur með þrist en þá komu tvær körfur í röð frá heimamönnum. Anton minnkaði muninn í eitt stig með þrist þegar innan við mínúta var eftir en heimamenn skoruðu svo þrist þegar lítið var eftir og tryggðu sér fjögurra stiga sigur að lokum.

Oddur Birnir Péturson var atkvæðamestur í íslenska liðinu og átti frábæran leik á báðum endum vallarins. Hann gerði 29 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið lék á alls oddi. Valur Orri Valsson og Þorsteinn Ragnarsson gerðu 13 stig hvor, Anton Örn Sandholt gerði 10 stig, Ágúst Orrason 7, Emil Karel Einarsson og Sigtryggur Arnar Björnsson gerðu 3 stig hvor og Ægir Hreinn Bjarnason 2.
Ingi Rúnar Kristinsson, Snorri Hrafnkelsson, Alexander Jarl Þorsteinsson og Maciej Baginski léku einnig án þess að skora. Matthías Orri Sigurðarson, Kristófer Ednuson, Andri Þór Skúlason og Aron Ingi Valtýsson hvíldu í þessum leik.

Strákarnir mega eiga það að þetta var þeirra langbesta frammistaða til þessa og á löngum köflum léku þeir frábærlega. Vissulega svekkjandi að tapa en þessi leikur fer í reynslubankann.

Liðið leikur gegn Svíum í kvöld (kl 17.00 að íslenskum tíma) en sigurvegarinn leikur við sigurvegarann úr leik Berliner BV og Oslo All-Star liðsins um fimmta sætið en tapliðin mætast svo í leik um sjöunda sætið.

Íslenska liðið var vel stutt í dag af bæði foreldrum og skyldmennum búsettum á svæðinu. Drengirnir eru núna í hvíld á hótelinu og ætla að mæta ferskir gegn Svíum í kvöld.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sigurður Elvar Þórólfsson með knöttinn í leik með liði Skallagríms
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið