© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.5.2008 | 23:57 | RG
Hlynur og Pálína best
Lokahóf KKÍ er nú í fullum gangi á Broadway, mikil stemming er á svæðinu og fullt af fólki. Nú fyrir stundu fóru fram verðlaunaveitingar og voru þau Hlynur Bæringsson í Snæfelli og Pálína Gunnlaugsdóttir úr Keflavík valin bestu leikmenn Iceland Express deildar karla og kvenna. Í 1. deild karla var Kristján Rúnar Sigurðsson Breiðabliki valinn besti leikmaðurinn.

Þá var einnig tilkynnt úrvalslið karla og kvenna.

Í úrvalsliði karla eru:
Brenton Birmingham Njarðvík 2. skipti
Sveinbjörn Claessen ÍR 1. skipti
Páll Axel Vilbergsson Grindavík 5. skipti
Hreggviður Magnússon ÍR 1. skipti
Hlynur Bæringsson Snæfelli 6. skipti

Í úrvalsliði kvenna eru:
Hildur Sigurðardóttir KR 6. skipti
Pálína Gunnlaugsdóttir Keflavík 1. skipti
Kristrún Sigurjónsdóttir Haukum 1. skipti
Sigrún Ámundadóttir KR 1. skipti
Signý Hermannsdóttir Val 4. skipti

Einnig voru afhentar fleiri viðurkenningar.

Besti ungi leikmaður Iceland Express deildar kvenna: Ragna Margrét Brynjarsdóttir Haukum
Besti ungi leikmaður Iceland Express deildar karla: Sigurður G. Þorsteinsson Keflavík

Besti varnarmaður í Iceland Express deild kvenna: Pálína Gunnlaugsdóttir Keflavík fjórða árið í röð
Besti varnarmaður í Iceland Express deild karla: Hlynur Bæringsson Snæfelli

Besti erlendi leikmaður Iceland Express deildar kvenna: TeKesha Watson Keflavík
Besti erlendi leikmaður Iceland Express deildar karla: Darrell Flake Skallagrími

Besti þjálfari í Iceland Express deild kvenna: Jón Halldór Eðvaldsson Keflavík
Besti þjálfari í Iceland Express deild karla: Sigurður Ingimundarson Keflavík

Besti dómari í Iceland Express deild karla: Sigmundur Már Herbertsson Njarðvík fjórða árið í röð

Prúðasti leikmaður í Iceland Express deild kvenna: Margrét Kara Sturludóttir Keflavík
Prúðasti leikmaður í Iceland Express deild karla: Axel Kárason Skallagrími

Úrvalslið 1. deildar karla:
Rúnar Ingi Erlingsson Breiðabliki
Kristján Rúnar Sigurðsson Breiðabliki
Árni Ragnarsson FSu
Steinar Kaldal Ármanni
Sævar Sigurmundsson FSu

Besti þjálfarinn í 1. deild karla: Einar Árni Jóhansson Breiðabliki en Einar var valinn þjálfari ársins í Iceland Express deild karla á síðasta tímabili.

Fréttablaðið fékk Fjölmiðlaverðlaun KKÍ þetta árið og þá fékk karfan.is heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína um körfubolta í vetur.

Að lokum hlutu Kristinn Óskarsson og Ingi Þór Steinþórsson silfurmerki KKÍ og þeir Gísli Friðjónsson og Björn Leósson gull merki KKÍ

Fyrir áhugasama er hægt að kíkja á karfan.is og sjá nokkrar myndir frá kvöldinu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá forkeppni Evrópumóts landsliða í Lugano í Sviss árið 1995.  Herbert Arnarson í leik gegn Rúmeníu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið