© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.4.2008 | 13:00 | OOJ
Fjögur eru að fara í fjórða sinn á Norðurlandamótið
Örn Sigurðarson er í hópi stigahæstu leikmanna í sögu NM. Myndir:Snorri Örn
Fjórir krakkar af þeim 48 sem eru á leið á Norðurlandamót unglinga í Solna í Svíþjóð eru að koma í fjórða sinn á mótið. Þetta eru þau Örn Sigurðarson í 18 ára liði karla og þær Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Hafrún Hálfdánardóttir í liði 18 ára kvenna. 21 leikmaður úr liðunum fjórum er hinsvegar að koma á sitt fyrsta Norðurlandamót þar af 11 af 12 leikmönnum 16 ára liðs karla.

Öll hafa þau Örn, Ragna Margrét, Ingibjörg og Hafrún, náð að leika 14 leiki á Norðurlandamótinu. Örn er langstigahæstur á mótinu af þeim sem taka þátt að þessu sinni en hann hefur skorað 118 stig á NM 2005-2007. Örn er eins og er tólfti stigahæsti íslenski leikmaðurinn á NM frá upphafi og vantar aðeins eitt stig til að komast upp fyrir Rúnar Inga Erlngsson í 11. sætið.

Þessi fjögur bætast í hóp sjö annarra sem hafa náð því að spila fjórum sinnum á Norðurlandamótinu síðan að það varð að árlegum viðburði í Solnahallen í úthverfi Stokkhólms árið 2003. Þau sem hafa einnig náð þessum árangri eru Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Margrét Kara Sturludóttir, María Ben Erlingsdóttir, Helena Sverrisdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Þröstur Leó Jóhannsson og Hjörtur Hrafn Einarsson. Margrét Kara, Þröstur og Hjörtur bættust í þennan hóp í fyrra.

Sjö krakkar til viðbótar eru að koma á sitt þriðja Norðurlandamót en það eru Íris Sverrisdóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir og Lilja Ósk Sigmarsdótitir úr 18 ára liði kvenna og þeir Arnþór Freyr Guðmundssson, Baldur Þór Ragnarsson, Víkingur Sindri Ólafsson og Þorgrímur Guðni Björnsson úr 18 ára liði karla.

Í fjórða sinn á NM:Örn Sigurðarson
Númer á treyju: 15 í liði 18 ára karla
Félag: KR
Fæðingarár: 1990
Hæð: 203 sm
Landsleikir/stig: 22 leikir, 207 stig
Reynsla af NM: Fjórða skiptið (14 leikir, 118 stig)
2007 4 leikir, 34 stig fyrir 18 ára liðið
2006 5 leikir, 73 stig fyrir 16 ára liðið
2005 5 leikir, 11 stig fyrir 16 ára liðiðIngibjörg Jakobsdóttir
Númer á treyju: 7 í liði 18 ára kvenna
Félag: Grindavík
Fæðingarár: 1990
Hæð: 174 sm
Landsleikir/stig: 30 leikir, 131 stig (þar af 1 leikur og 0 stig fyrir A-liðið)
Reynsla af NM: Fjórða skiptið (14 leikir, 69 stig)
2007 5 leikir, 46 stig fyrir 18 ára liðið
2006 4 leikir, 14 stig fyrir 16 ára liðið
2005 5 leikir, 9 stig fyrir 16 ára liðiðHafrún Hálfdánardóttir
Númer á treyju: 11 í liði 18 ára kvenna
Félag: Hamar
Fæðingarár: 1990
Hæð: 184 sm
Landsleikir/stig: 29 leikir, 179 stig
Reynsla af NM: Fjórða skiptið (14 leikir, 55 stig)
2007 5 leikir, 10 stig fyrir 18 ára liðið
2006 4 leikir, 26 stig fyrir 16 ára liðið
2005 5 leikir, 19 stig fyrir 16 ára liðiðRagna Margrét Brynjarsdóttir
Númer á treyju: 15 í liði 18 ára kvenna
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1990
Hæð: 188 sm
Landsleikir/stig: 29 leikir, 174 stig
Reynsla af NM: Fjórða skiptið (14 leikir, 83 stig)
2007 5 leikir, 29 stig fyrir 18 ára liðið
2006 4 leikir, 27 stig fyrir 16 ára liðið
2005 5 leikir, 27 stig fyrir 16 ára liðið


Flestir leikir á NM 2003-2007:
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 20
Margrét Kara Sturludóttir 20
María Ben Erlingsdóttir 20
Helena Sverrisdóttir 20
Bryndís Guðmundsdóttir 20
Þröstur Leó Jóhannsson 19
Hjörtur Hrafn Einarsson 19
Hafþór Björnsson 15
Hörður Axel Vilhjálmsson 15
Hörður Hreiðarsson 15
Brynjar Þór Björnsson 15
Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15
Bára Fanney Hálfdanardóttir 15
Bára Bragadóttir 15
Ingibjörg Skúladóttir 15
Ólafur Halldór Torfason 15
Unnur Tara Jónsdóttir 15

Flest stig á NM 2003-2007:
Helena Sverrisdóttir 486
Hjörtur Hrafn Einarsson 304
Brynjar Þór Björnsson 294
María Ben Erlingsdóttir 249
Jóhann Árni Ólafsson 235
Hörður Axel Vilhjálmsson 221
Þröstur Leó Jóhannsson 219
Bryndís Guðmundsdóttir 179
Kristján Rúnar Sigurðsson 159
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 140
Rúnar Ingi Erlingsson 119
Örn Sigurðarson 118
Sigurður Gunnar Þorsteinsson 117
Margrét Kara Sturludóttir 111
Pavel Ermolinskij 106
Unnur Tara Jónsdóttir 105
Ólafur Halldór Torfason 101
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Grindavík · Íslandsmeistarar í 9. flokki kvenna 2009
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið