© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.4.2008 | 21:26 | oddur
Keflavík Íslandsmeistarar
Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari þegar liðið lagði Snæfell í þriðja leik liðanna 98-74. Þeir sigruðu þar með einvígið 3-0 og tryggðu sér 9 Íslandsmeistaratitil sinn.

Það var frábær stemmning í Keflavík í kvöld. Toyotahöllin var troðfull en 1470 áhorfendur mættu og horfðu á leikinn. Keflvíkingar léku frábærlega og fljótlega í þriðja leikhluta var orðið ljóst í hvað stefndi.

Gunnar Einarsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann skoraði 20 stig í kvöld og lék frábærlega í þessarri úrslitakeppni. Tommy Johnson var stigahæstur í kvöld með 24 stig en allir leikmenn Keflavíkur voru að leika vel.

Snæfellingar börðust vel í byrjun en þeir voru þó alltaf skrefinu á eftir og virtust ekki ráða við frábæran leik Keflavíkur. Þeir geta þó verið nokkuð sáttir við tímabilið en þeir urðu Powerade- og Lýsingarbikarmeistarar í vetur.

Þar með er frábærri úrslitakeppni lokið en stemmningin á öllum leikjunum í var ótrúlega góð og liðin buðu uppá frábæra skemmtun sem körfuknattleiksmenn geta verið stoltir af.

Við óskum Keflvíkingum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hörður Axel Vilhjálmsson sækir að körfunni í úrslitaleik 18 ára landsliða karla á NM 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið