S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
24.4.2008 | 21:26 | oddur
Keflavík Íslandsmeistarar
Það var frábær stemmning í Keflavík í kvöld. Toyotahöllin var troðfull en 1470 áhorfendur mættu og horfðu á leikinn. Keflvíkingar léku frábærlega og fljótlega í þriðja leikhluta var orðið ljóst í hvað stefndi. Gunnar Einarsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann skoraði 20 stig í kvöld og lék frábærlega í þessarri úrslitakeppni. Tommy Johnson var stigahæstur í kvöld með 24 stig en allir leikmenn Keflavíkur voru að leika vel. Snæfellingar börðust vel í byrjun en þeir voru þó alltaf skrefinu á eftir og virtust ekki ráða við frábæran leik Keflavíkur. Þeir geta þó verið nokkuð sáttir við tímabilið en þeir urðu Powerade- og Lýsingarbikarmeistarar í vetur. Þar með er frábærri úrslitakeppni lokið en stemmningin á öllum leikjunum í var ótrúlega góð og liðin buðu uppá frábæra skemmtun sem körfuknattleiksmenn geta verið stoltir af. Við óskum Keflvíkingum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. |