© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.4.2008 | 11:26 | oddur
U 18 ára liðið vann í framlengingu
Ólafur Ólafsson tryggði framlengingu með þriggja stiga skoti.
Í gær áttust við U 18 ára landslið drengja og AAU Sports University frá Bandaríkjunum í æfingaleik í Grafarvoginum. Íslenska liðið vann góðan sigur í framlengingu.

Bandaríska liðið er skipað 15-16 ára leikmönnum sem eru mjög efnilegir og stefna á að komast inn í góða skóla í Bandarríkjunum. Þarna eru leikmenn sem eru meðal þeirra bestu í sínum aldursflokki í Bandaríkjunum.

Leikurinn var jafn og frá byrjun. Bandaríska liðið hafði frumkvæðið oftar en íslenska liðið var aldrei langt undan. Ólafur Ólafsson náði að jafna með glæsilegri þriggja stiga körfu þegar ein sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og tryggja íslenska liðinu framlengingu. Það var jafnræði með liðunum í framlengingunni en íslenska liðinu tókst að knýja fram sigur. Lokatölur voru 114-112.

Góða umfjöllun um leikinn má finna á karfan.is.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Einbeitingin skín úr andliti þessa efnilega ÍR-ings á Eymundssonmóti KR
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið