© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.4.2008 | 17:46 | oddur
Keflavík vann fyrsta leikinn
Fyrsta leik úrslita Iceland Express deildar karla er nýlokið. Keflavík sigraði eftir æsispennandi leik 81-79 og er þar með komið með 1-0 forystu í einvíginu.

Bæði lið mættu ákveðin til leiks og leikurinn fór vel af stað. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið en Snæfell var þó aldrei langt frá og liðin skiptust nokkrum sinnum á að hafa forystuna.

Lokamínúturnar voru spennuþrungnar en Snæfell náði að minnka 6 stiga forskot Keflavíkur niður í eitt stig með stigum frá Slobodan Subasic og Justin Shouse. Jón Ólafur Jónsson tók svo þriggja stiga skot í lokin sem geigaði og Tommy Johnson náði frákastinu.

B.A. Walker var valinn maður leiksins og hlaut að launum flugmiða með Iceland Express.

Næsti leikur liðanna verður á mánudag í Stykkishólmi. Búast má við öðrum skemmtilegum leik en leikmenn beggja liða sýndu glæsileg tilþrif í leiknum í dag og buðu uppá frábæra skemmtun.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
EKKI NÚNA! Gæti Hörður Axel Vilhjálmsson vera að segja við liðsfélaga sinn hjá Keflavík Jón Norðdal á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 2009. Ísland vann San Marinó frekar auðveldlega í leiknum 93-39.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið