© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.4.2008 | 21:07 | oddur
Keflavík vann ÍR
Keflavík og ÍR mættust í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld. Keflavík vann stórsigur á ÍR 106-73 og minnkuðu þar með muninn í einvíginu í 2-1.

Keflvíkingar mættu mjög grimmir til leiks og spiluðu mjög stífa vörn á ÍR-inga sem virtust ekki vera viðbúnir hörku Keflavíkur. Keflvíkingar hittu mun betur en í fyrri leikjum og virtust hafa endurheimt sjálfstraustið.

B.A. Walker skoraði 23 stig og Tommy Johnson skoraði 22 stig fyrir Keflavík en einnig voru Jón Nordal og Magnús Þór Gunnarsson atkvæðamiklir í liði Keflavíkur.

Næsti leikur í einvíginu verður á sunnudag klukkan 17:00. Það má búast við troðfullu húsi í Seljaskóla en gríðarleg stemmning hefur verið á leikjum liðanna.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð unglingalandsliðs kvenna á mót í Nicosiu á Kýpur árið 1999.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið