S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
6.4.2008 | 8:16 | FÍR
Kansas og Memphis leika til úrslita á mánudag
Chris Douglas-Roberts var frábær í liði Memphis í gær
Memphis vann UCLA nokkuð örugglega 78:63 þar sem Chris Douglas-Roberts var frábær í liði Memphis. Í hinum leiknum þar sem flestir bjuggust við jöfnum leik á milli North Carolina og Kansas vann Kansas nokkuð auðveldlega 84:66. Kansas lék frábærlega í upphafi leiks og lék North Carolina grátt. Á einum tímapunkti í fyrri hálfleik var staðan 40:12. North Carolina náði að minnka muninn í 54:50 en þá tók Kansas annan kipp og seig fram úr og vann loks öruggan sigur. Það verða því Memphis og Kansas sem leika til úrslita á mánudagskvöld og má búast við skemmtilegum leik ef eitthvað er að marka þessi leiki en bæði lið vilja keyra upp hraðann og hafa innanborðs mikla íþróttamenn. |