© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.4.2008 | 21:01 | oddur
Keflavík Íslandsmeistari
Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari þegar liðið sigraði KR í þriðja leik liðanna í Iceland Express deild kvenna.

Keflavík vann því einvígið 3-0 og er tryggði sér þar með 13 Íslandsmeistartitilinn sinn frá upphafi í efstu deild kvenna.

Leikurinn var hnífjafn og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Lokatölur voru 91-90 en KR klikkaði á þriggja stiga skoti á lokasekúndunni.

TaKesha Watson lék frábærlega fyrir Keflavík og var valin maður leiksins en hún skoraði 36 stig, tók 5 fráköst og sendi 4 stoðsendingar í leiknum. Hún var einnig valin leikmaður úrslitanna en hún lék frábærlega í þremur leikjum gegn KR.

Hjá KR var Candance Futrell með 38 stig og 14 fráköst.

Keflavík er vel komið að þessum titli en liðið varð deildarmeistari í vor og vann Powerade bikarkeppnina síðasta haust. Þetta var því frábært tímabil hjá Keflavíkurliðinu og óskum við þeim til hamingju með þennan frábæra árangur.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
8.-10. flokkur stúlkna hjá Val að undirbúa sig fyrir leik á móti í Gautaborg í Svíþjóð. Valur vann leikinn 26-24. Liðið komst í b-úrslit á mótinu en gat ekki spilað úrslitaleikinn þar sem að ferðaskrifstofa liðsins gerði ekki ráð fyrir að liðið færi svona langt. Stelpurnar þurftu því að halda heim til Íslands áður en mótið kláraðist.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið