S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
30.5.2001 | 16:18 | bl
Ísland vann 37 stiga sigur á Mónakó
Íslenska liðið setti tvö stigamet í leiknum í dag. Í fyrsta fjórðungi met í fæstum stigum í einum fjórðungi frá því farið var að leika 4x10 mínútna leiktíma, en þá gerði liðið aðeins 6 stig. Í öðrum fjórðungi fór allt á hinn veginn og stigametið í flestum stigum skoruðu í einum fjórðungi leit dagsins ljós, er íslenska liðið sargaði niður 34 stigum í körfu Mónakóbænda. Síðari hálfleikur var einstefna íslenska liðsins og allir þeir leikmenn sem komu inná stóðu sig frábærlega. Nýliðinn Guðlaugur Eyjólfsson var þar engin undantekning, en hann kom inná og setti 14 stig. Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig, Jón Arnór Stefánsson gerði 16. Guðlaugur 14 eins og fyrr sagði, Helgi Jónas Guðfinnsson 13 stig og 10 fráköst, Herbert Arnarson 9 en aðrir minna. Íslenska liðið hélt eftir leikinn áleiðis til Bologna á einn af úrslitaleikjunum um ítalska meistaratitilinn í körfubolta. Sú upplifun ætti að verða okkar mönnum góður innblástur fyrir leikinn gegn Möltu á morgun. |