S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
22.3.2008 | 13:30 | FÍR
Farið að hitna í kolunum í úrslitum háskólakörfuboltans.
Michael Beasley leikmaður Kansas State
Í leikjum gærdagsins enduðu tveir í framlengingu og tveir unnust á skoti á síðustu sekúndu. Fyrsta daginn unnust nánast allir leikir eftir bókinni en svo var ekki í gær. Hér að neðan eru úrslit úr nokkrum leikjum. (13) Siena sigraði Vanderbilt (4) 83:62 (13) San Diego sigraði Connecticut (4) 70:69 í framlengingu. (12) Western Kentucky sigraði Drake (5) 101:99 með þriggja stiga körfu á lokasekúndu framlengingar. (12) Villanova sigraði Clemson (5) 75:69 (7) Davidson sigraði Gonzaga (10) 82:76 þar sem Stephen Curry skoraði 40 stig. Stephen er sonur Del Curry sem lék 16 tímabil í NBA og var þekktur sem ein mesta þriggja stiga skytta deildarinnar. Sonurinn er ekki ósvipaður. Á ESPN er hægt að finna frábæra umfjöllun um alla leikina sem og viðtöl við leikmenn og þjálfara. 32-liða úrslit hefjast í dag með eftirtöldum leikjum: (7) West Virgiana - Duke (2) (11) Kansas State - Wisconsin (3) (6) Purdue - Xavier (3) (5) Notre Dame - Washington State (4) (6) Marquette - Stanford (3) (8) UNLV - Kansas (1) (5) Michigan State - Pittsburgh (4) (9) Texas A&M - UCLA (1) Nokkrir fróðleiksmolar: Fylgist með Micheal Beasley leikmanni Kansas State. Hann er á sínu fyrsta ári en er þegar talinn einn allra besti leikmaður deildarinnar. Kevin Love leikmaður UCLA er einnig á sínu fyrsta ári og hefur leikið frábærlega á tímabilinu. Íslenska landsliðið mun leika gegn Notre Dame háskólanum á æfingamóti á Írlandi í ágúst nk. Það er hægt að horfa á alla leiki frítt hér |