© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.3.2008 | 13:30 | FÍR
Farið að hitna í kolunum í úrslitum háskólakörfuboltans.
Michael Beasley leikmaður Kansas State
64 liða úrslitin í háskólakörfuboltanum héldu áfram í gær og litu nokkur óvænt úrslit dagsins ljós.

Í leikjum gærdagsins enduðu tveir í framlengingu og tveir unnust á skoti á síðustu sekúndu. Fyrsta daginn unnust nánast allir leikir eftir bókinni en svo var ekki í gær. Hér að neðan eru úrslit úr nokkrum leikjum.

(13) Siena sigraði Vanderbilt (4) 83:62

(13) San Diego sigraði Connecticut (4) 70:69 í framlengingu.

(12) Western Kentucky sigraði Drake (5) 101:99 með þriggja stiga körfu á lokasekúndu framlengingar.

(12) Villanova sigraði Clemson (5) 75:69

(7) Davidson sigraði Gonzaga (10) 82:76 þar sem Stephen Curry skoraði 40 stig. Stephen er sonur Del Curry sem lék 16 tímabil í NBA og var þekktur sem ein mesta þriggja stiga skytta deildarinnar. Sonurinn er ekki ósvipaður.

Á ESPN er hægt að finna frábæra umfjöllun um alla leikina sem og viðtöl við leikmenn og þjálfara.

32-liða úrslit hefjast í dag með eftirtöldum leikjum:

(7) West Virgiana - Duke (2)
(11) Kansas State - Wisconsin (3)
(6) Purdue - Xavier (3)
(5) Notre Dame - Washington State (4)
(6) Marquette - Stanford (3)
(8) UNLV - Kansas (1)
(5) Michigan State - Pittsburgh (4)
(9) Texas A&M - UCLA (1)

Nokkrir fróðleiksmolar:

Fylgist með Micheal Beasley leikmanni Kansas State. Hann er á sínu fyrsta ári en er þegar talinn einn allra besti leikmaður deildarinnar.

Kevin Love leikmaður UCLA er einnig á sínu fyrsta ári og hefur leikið frábærlega á tímabilinu.

Íslenska landsliðið mun leika gegn Notre Dame háskólanum á æfingamóti á Írlandi í ágúst nk.

Það er hægt að horfa á alla leiki frítt hér
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bekkjarlið 5. b í Fellaskóla sigraði í fyrsta Landsbankamóti ÍR í minnibolta 1983, en mótið var milli 5. bekkja í Breiðholti. Frá vinstri, Kjartan G. Björnsson, Grétar V. Grétarsson, Hermann Hauksson, Börkur Jakobsson, Gunnar Þór Arnarson og Rúnar Þ. Guðmundsson. Fyrir aftan stendur þjálfari drengjanna og íþróttakennari, Sigvaldi Ingimundarson. Sem kunnugt er varð einn þessara drengja, Hermann Hauksson; landsliðsmaður í körfubolta.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið