© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.2.2008 | 10:34 | oddur
Bikarúrslitaleikirnir klárir hjá stelpunum
Nú er komið á hreint hvaða lið munu mætast í bikarúrslitum yngri flokka kvenna sem fara fram 1.-2. mars í Iðu á Selfossi.

Í gær fóru fram tveir síðustu undanúrslitaleikir í bikarkeppnum yngri flokka kvenna og unglingaflokkur KR var síðasta liðið sem tryggði sér sæti í bikarúrslitaleik í ár þegar liðið vann 58-51 sigur á Haukum á Ásvöllum.

Þetta var sögulegur sigur því Haukar hafa orðið bikarmeistarar í unglingaflokki kvenna undanfarin fjögur ár og töpuðu síðast bikarleik fyrir Keflavík í úrslitaleiknum á Ásvöllum 8. mars 2003.

Sigrún Ámundadóttir í liði KR var með 17 stig og 17 fráköst í leiknum en hún hefur orðið bikarmeistari með Haukum undanfarin þrjú ár og á því möguleika á að vinna bikarinn fjórða árið í röð.

Grindavík, Haukar og Keflavík eiga öll tvo fulltrúa í úrslitaleikjum kvenna í ár en KR og Hrunamenn eiga síðan eitt lið hvort félag.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004 sem fleiri en fjögur félög eiga fulltrúa í bikarúrslitaleikjum yngri flokka kvenna.

Bikarúrslitaleikir yngri flokka kvenna 2008:

Unglingaflokkur kvenna: KR-Grindavík
Stúlknaflokkur: Haukar-Grindavík
10.flokkur kvenna: Keflavík-Haukar
9.flokkur kvenna: UMFH-Keflavík

Úrslitaleikirnir fara fram í Iðu á Selfossi helgina 1. til 2. mars næstkomandi.

Félög í bikarúrslitaleikjum yngri flokka kvenna frá 2000:

2000 3 félög (Keflavík 2, Grindavík, Kormákur)
2001 5 félög (Keflavík 2, Grindavík, ÍR/Breiðablik, Haukar , UMF Hrunamanna)
2002 4 félög (Haukar 2, Keflavík 2, Njarðvík , Grindavík)
2003 3 félög (Njarðvík 2, Keflavík 2, Haukar 2)
2004 5 félög (Grindavík 2, Keflavík, Kormákur, Njarðvík, Haukar)
2005 3 félög (Haukar 3, Grindavík 2, Keflavík)
2006 4 félög (Grindavík 2, Haukar 2, Njarðvík, UMF Hrunamanna)
2007 4 félög (Haukar 4, Keflavík 2, Hamar/Selfoss, UMF Hrunamanna)
2008 5 félög (Grindavík 2, Haukar 2, Keflavík 2, KR*, UMF Hrunamanna)

* Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur KR í yngri flokkum kvenna frá árinu 1990 þegar stúlknaflokkur félagsins tapaði fyrir Keflavík.



Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Erla Reynisdóttir fyrirliði Keflavíkur lyftir Íslandsbikarnum vorið 1998 en það tímabil varð Keflavík einnig bikarmeistari.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið