© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.2.2008 | 10:34 | oddur
Bikarúrslitaleikirnir klárir hjá stelpunum
Nú er komið á hreint hvaða lið munu mætast í bikarúrslitum yngri flokka kvenna sem fara fram 1.-2. mars í Iðu á Selfossi.

Í gær fóru fram tveir síðustu undanúrslitaleikir í bikarkeppnum yngri flokka kvenna og unglingaflokkur KR var síðasta liðið sem tryggði sér sæti í bikarúrslitaleik í ár þegar liðið vann 58-51 sigur á Haukum á Ásvöllum.

Þetta var sögulegur sigur því Haukar hafa orðið bikarmeistarar í unglingaflokki kvenna undanfarin fjögur ár og töpuðu síðast bikarleik fyrir Keflavík í úrslitaleiknum á Ásvöllum 8. mars 2003.

Sigrún Ámundadóttir í liði KR var með 17 stig og 17 fráköst í leiknum en hún hefur orðið bikarmeistari með Haukum undanfarin þrjú ár og á því möguleika á að vinna bikarinn fjórða árið í röð.

Grindavík, Haukar og Keflavík eiga öll tvo fulltrúa í úrslitaleikjum kvenna í ár en KR og Hrunamenn eiga síðan eitt lið hvort félag.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004 sem fleiri en fjögur félög eiga fulltrúa í bikarúrslitaleikjum yngri flokka kvenna.

Bikarúrslitaleikir yngri flokka kvenna 2008:

Unglingaflokkur kvenna: KR-Grindavík
Stúlknaflokkur: Haukar-Grindavík
10.flokkur kvenna: Keflavík-Haukar
9.flokkur kvenna: UMFH-Keflavík

Úrslitaleikirnir fara fram í Iðu á Selfossi helgina 1. til 2. mars næstkomandi.

Félög í bikarúrslitaleikjum yngri flokka kvenna frá 2000:

2000 3 félög (Keflavík 2, Grindavík, Kormákur)
2001 5 félög (Keflavík 2, Grindavík, ÍR/Breiðablik, Haukar , UMF Hrunamanna)
2002 4 félög (Haukar 2, Keflavík 2, Njarðvík , Grindavík)
2003 3 félög (Njarðvík 2, Keflavík 2, Haukar 2)
2004 5 félög (Grindavík 2, Keflavík, Kormákur, Njarðvík, Haukar)
2005 3 félög (Haukar 3, Grindavík 2, Keflavík)
2006 4 félög (Grindavík 2, Haukar 2, Njarðvík, UMF Hrunamanna)
2007 4 félög (Haukar 4, Keflavík 2, Hamar/Selfoss, UMF Hrunamanna)
2008 5 félög (Grindavík 2, Haukar 2, Keflavík 2, KR*, UMF Hrunamanna)

* Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur KR í yngri flokkum kvenna frá árinu 1990 þegar stúlknaflokkur félagsins tapaði fyrir Keflavík.



Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Magnús Þór Gunnarsson skorar sigurkörfu Keflvíkinga gegn KR í DHL-höllinni þann 29. janúar 2006.  Brynjar Þór Björnsson kemur engum vörnum við.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið