© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
3.12.2007 | 20:13 | OOJ
George Byrd fyrstur í fimmtíu í framlaginu í vetur
George Byrd var öflugur á sunnudagskvöldið.
Hamarsmaðurinn George Byrd varð á sunnudagskvöldið fyrsti leikmaður Iceland Express deildar karla í vetur til þess að ná fimmtíu í einkunn út úr framlagssjöfnunni en bandaríski miðherjinn átti stórleik í naumu eins stigs tapi Hamars, 90-91, fyrir Íslandsmeisturum KR í Hveragerði.

George Byrd skoraði 38 stig, tók 17 fráköst og varði 3 skot í leiknum en hann nýtti 16 af 21 skotum sínum utan af velli (76,2%) og 6 af 7 skotum sínum á vítalínunni (85,7%). Byrd spilaði í 37 mínútur í leiknum og var einnig með 1 stoðsendingu og 3 tapaða bolta. Byrd skoraði 30 af 38 stigum sínum inn í teig í þessum leik en allt KR-liðið skoraði samtals 35 stig inn í teig í leiknum.

Byrd var vel yfir meðaltölum sínum í þessum leik en fyrir leikinn var hann með 14,1 stig, 12,1 frákast, 2 varin skot og 22,6 í framlagi að meðaltali í leik. Byrd var því 24 stigum, 5 fráköstum og 1 vörðu skoti yfir meðaltölum sínum og skilaði 28 fleiri framlagsstigum til síns liðs en hann hafði gert í fyrstu átta umferðum Iceland Express deildar karla.

Miðherjar KR-liðsins, Joshua Helm (30 mínútur) og Fannar Ólafsson (11 mínútur) voru saman með 20 stig og 8 fráköst í leiknum en Helm var með 22 stigum og 13 fráköstum færra en landi sinn í þessum spennandi leik í Hveragerði.

Stórleikur George Byrd gegn KR í tölum:

1. leikhluti
12 stig, 5 fráköst, 1 stoðsending og 18 í framlagi
2. leikhluti
6 stig, 1 frákast og 5 í framlagi
3. leikhluti
8 stig, 6 fráköst, 2 varin skot og 15 í framlagi
4. leikhluti
12 stig, 5 fráköst, 1 varið skot og 12 í framlagi

Fyrri hálfleikur
18 stig, 6 fráköst, 1 stoðsending og 23 í framlagi
Seinni hálfleikur
20 stig, 11 fráköst, 3 varin skot og 27 í framlagi


Hæsta framlag í einum leik í Iceland Express deild karla í vetur:
1. George Byrd, Hamar 50 (á móti KR, 2.12.2007)
2. Samir Shaptahovic, Tindastól 48 (á móti Þór Ak., 15.11.2007)
3. Bobby Walker, Keflavík 44 (á móti KR, 9.11.2007)
4. Cedric Isom, Þór Ak. 42 (á móti Tindastól, 15.11.2007)
5. Darrell Flake, Skallagrími 40 (á móti Þór Ak., 18.11.2007)
6. Steven Thomas, Stjörnunni 37 (á móti Þór Ak., 1.11.2007)
7. Darrell Flake, Skallagrími 36 (á móti ÍR, 29.10.2007)
7. Ómar Sævarsson, ÍR 36 (á móti Njarðvík, 26.10.2007)
9. Donald Brown, Tindastól 35 (á móti Keflavík, 30.11.2007)
9. Samir Shaptahovic, Tindastól 35 (á móti Skallagrími, 26.10.2007)
9. Darrell Flake, Skallagrími 35 (á móti Fjölni, 1.11.2007)
9. Marcin Konarzewski, Tindastól 35 (á móti Grindavík, 1.11.2007)
9. Hlynur Bæringsson, Snæfelli 35 (á móti Grindavík, 2.12.2007)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Suðurnesjamennirnir Gunnar Stefánsson og Ragnar Ragnarsson léku með Ármanni og Þrótti Vogum tímabilið 2007-08 í 1. deild karla. Þessi mynd var tekin í fyrsta leik Gunnars með Ármanni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið