© 2000-2026 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.10.2007 | 11:00 | oddur
Spennandi leikir í kvöld
Það verða spennandi leikir á dagskrá í kvöld. Alls verða 6 leikir í meistaraflokkunum leiknir í kvöld.

Í kvöld verður leikið í Iceland Express deild karla, 1. deild karla og 1. deild kvenna.

Tveir leikir verða í Iceland Express deild karla í kvöld. Þar með lýkur þriðju umferð deildarinnar.

Tindastóll fær Skallagrím í heimsókn á Sauðárkrók. Bæði liðin hafa unnið einn leik og tapað einum í deildinni til þessa. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Njarðvík tekur á móti ÍR klukkan 19:15 í Njarðvík. Njarðvíkingar geta komist upp að hlið Keflvíkinga takist þeim að sigra leikinn í kvöld.

Í fyrstu deild verða þrír leikir og hefjast þeir allir klukkan 20:00.

Þór Þorlákshöfn mætir Breiðablik í Þorlákshöfn. Blikar hafa unnið báða leiki sína til þessa en Þór hefur enn ekki unnið leik. Þeir hafa þó styrkt leikmannahóp sinn og mæta sterkir til leiks í kvöld.

Á Ísafirði mætast KFÍ og FSu. Þessi lið eru bæði talin líkleg til að blanda sér í toppbaráttuna í 1. deildinni í vetur. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á heimasíðu KFÍ.

Haukar taka á móti Hetti að Ásvöllum í Hafnarfirði. Höttur hefur leikið 2 leiki á heimavelli og unnið báða en Haukar eru enn án sigurs í deildinni.

Einn leikur verður í 1. deild kvenna í kvöld. Hann verður í Smáranum í Kópavogi á milli Breiðabliks og UMFN. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Breiðablik féll úr Iceland Express deildinni í vor en Njarðvík teflir fram kvennaliði aftur eftir stutt hlé.


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Æfingar fóru fram hjá landsliðsúrtaki U18 liði stúlkna um jólin 2008 og var þessi mynd tekin af einni æfingunni í Hveragerði.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið