© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.10.2007 | 8:08 | oddur
Uppgangur í yngri flokkum á Austurlandi
Úr leiknum á Djúpavogi
Körfuboltinn er í mikilli sókn á Íslandi. Mikill áhugi er fyrir íþróttinni um allt land og er körfuboltinn ein af þeim íþróttagreinum sem leikin er allt landið um kring. Á Austurlandi hefur verið mikill uppgangur og á dögunum var í fyrsta sinn sem kvennalið keppti undir merkjum Hattar.

Höttur verður einnig með kvennalið í Íslandsmóti í vetur og eru það tímamót fyrir kvennakörfuna á Austurlandi. Liðið mun taka þátt í 9. flokki kvenna.

Annað kvennalið var sett saman úr stúlkum í Minnibolta hjá Hetti og var haldið til Djúpavogs þar sem haldið var æfingamót með liði Sindra frá Hornafirði og strákaliði Hattar.

Mikill áhugi hefur verið hjá yngstu krökkunum á Egilsstöðum og það er mikið um að vera á æfingum í Minniboltanum. Það hefur einnig verið fjölgun í flestum aldursflokkum hjá Hetti og það er ljóst að framtíðin er björt í körfunni fyrir Austan.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ríkharður Hrafnkelsson og Tim Dwyer með Íslandsbikarinn, nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn 1983. Til vinstri er Sigurður Hjörleifsson og hægra megin er Björn Zöega
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið