© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.10.2007 | 9:02 | oddur
Eymundssonmótið haldið um næstu helgi
Unglingaráð KR heldur annað árið í röð mót í samstarfi við Eymundsson og verður mótið haldið í DHL-Höllinni helgina 6. -7. október fyrir krakka 6-10 ára. Pollapönk munu leika í pizzuteiti Eymundsson á milli leikja í Meistarakeppni KKÍ.

Mótið tókst vel í fyrra og hefur unglingaráð KR í samráði við Eymundsson ákveðið að mótið verði í framtíðinni árlegt.

Skráningar stóðu yfir til mánudagsins 1. október en mótsstjórn er í höndum Benedikts Guðmundssonar íþróttafulltrúa og þjálfara meistaraflokks karla og Inga Þórs Steinþórssonar yfirþjálfara yngriflokka KR körfu. Skráningin hefur verið góð enda er dagskráin og mótið enn betra en í fyrra.

Mótsfyrirkomulagið er þannig að liðin koma og spila sína leiki, eftir að leikjunum er lokið þá verður verðlaunaafhending þar sem hver þátttakandi fær verðlaunapening og gjafabréf frá Eymundsson.

Tekin verður mynd af liðinu og að auki fær hver iðkandi miða sem gildir fyrir tveimur pizzusneiðum og gosdrykk á milli leikja í keppni KKÍ, Meistari meistaranna sem fer fram sunnudaginn 7. október í DHL-Höllinni. Á milli kvenna- og karlaleiksins munu Pollapönk leika og halda uppi stemmningu af sinni alkunnu snilld. Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í stemmningunni með okkur, en það verður pizzusala á vegum deildarinnar sem og aðrar veitingar alla helgina.

Til að svona mót geti átt sér stað þurfa margir sjálfboðaliðar að vinna óeigingjarnt starf og þess vegna munu allir sem vettlingi geta valdið vera velkomnir til að aðstoða unglingaráðið við framkvæmd móstins.

Unglingaráð KR þakkar Eymundsson fyrir að taka þátt í mótinu á sterkan og jákvæðan hátt, og væntir áfram góðs samstarfs frá þessu trausta fyrirtæki í framtíðinni.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Pétur Jóhann Sigfússon, leikari, aðstoðar Hannes Sigurbjörnsson formann KKÍ að draga í undanúrslit Lýsingarbikarins veturinn 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið