S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
16.9.2007 | 10:05 | OOJ
Helena var aðeins tveimur stigum frá stigameti Önnu Maríu
Helena Sverrisdóttir var nálægt stigameti landsliðsins. Mynd: Snorri Örn
Helena varð stigahæsti leikmaður riðlakeppni b-deildarinnar en hún skoraði 116 stig i leikjum sex eða 19,3 að meðaltali í leik. Helena skoraði tæpum tveimur stigum meira að meðaltali en Sónia Reis frá Portúgal sem kom næst á eftir henni með 17,5 stig að meðaltali í leik. Sú þriðja á listanum var hin 40 ára Raziya Mujanovic frá Bosníu sem skoraði 16,6 stig að meðaltali í leik. Helena bætti sinn besta árangur með landsliðinu um átta stig því hún hafði mest skorað 25 stig í leik gegn Hollandi í Rotterdam í fyrra sem var einmitt fyrsti leikur kvennalandsliðsins í Evrópukeppni. Leikurinn gegn Írlandi í gær var aftur á móti fyrsti sigurleikur kvennalandsliðsins á útivelli í Evrópukeppni. Helena á nú þrjá leiki á topp tíu alveg eins og Anna María Sveinsdóttir sem er í 1. og 3. sæti með fyrrnefndan 35 stiga leik gegn Möltu á Promotion Cup 27. júní 1996 og svo 32 stiga leik gegn Kýpur á Smáþjóðaleikum 18. maí 1989. Anna María skoraði 38% stiga íslenska liðsins þegar hún setti metið en Helena skoraði 49,3% stiga liðsins í gær. Það er óhætt að segja að Helena hafi haldið uppi stigaskori landsliðsins í síðustu tveimur leikjum því hún skoraði 33 af 67 stigum liðsins í leiknum gegn Írlandi í gærkvöldi og svo 18 af 38 stigum liðsins gegn Noregi um síðustu helgi. Helena skoraði 13 stigum meira en næsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum í Osló og heilum 27 stigum meira en næsti leikmaður í leiknum í Dublin. Flest stig í einum leik fyrir kvennlandsliðið: Anna María Sveinsdóttir 35 (gegn Möltu á Promotion Cup, 27.6.1996) Helena Sverrisdóttir 33 (gegn Írlandi í EM-b, 15.9.2007) Anna María Sveinsdóttir 32 (gegn Kýpur á Smáþjóðaleikum, 18.5.1989) Birna Valgarðsdóttir 27 (gegn Andorra á Promotion Cup, 28.7.2004) Helena Sverrisdóttir 25 (gegn Hollandi í EM-b, 9.9.2006) Birna Valgarðsdóttir 25 (gegn Möltu á Promotion Cup 30.7.2004) Erla Þorsteinsdóttir 24 (gegn Möltu á Promotion Cup 18.6.1998) Anna María Sveinsdóttir 24 (gegn Andorra á Promotion Cup 26.6.1996) Helena Sverrisdóttir 24 (gegn Englandi í vináttuleik, 29.12.2004) Birna Valgarðsdóttir 23 (gegn Englandi í vináttuleik, 29.12.2004) Stig Helenu eftir leikhlutum í leiknum gegn Írlandi 1. leikhluti: 6 stig, hitti úr 2 af 3 skotum og 2 af 4 vítum. 2. leikhluti: 10 stig, hitti úr 4 af 7 skotum og 1 af 1 vítum. 3. leikhluti: 10 stig, hitti úr 2 af 4 skotum og 5 af 5 vítum. 4. leikhluti: 7 stig, hitti úr 1 af 3 skotum og 5 af 7 vítum. Samtals: 33 stig, hitti úr 9 af 17 skotum og 13 af 17 vítum. |