© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.9.2007 | 13:16 | oddur
Línur að skýrast í riðlakeppni Evrópumótsins
Ramunas Siskauskas lék vel á afmælisdeginum sínum. (mynd: FIBAEurope)
Í dag verða þrír leikir í E-riðli Evrópumótsins í körfuknattleik. Leikið var í F-riðli í gær. Litháen og Slóvenía eru enn taplaus á mótinu.

Litháen sigraði Frakkland 88-73. Bæði lið hafa leikið vel á mótinu og eru með tvo af best leikstjórnendum Evrópu innan sinna raða. Tony Parker hjá Frakklandi og Sarunas Jasikevicius hjá Litháen. Litháum tókst að halda Parker niðri í leiknum en hann skoraði aðeins 11 stig. Lið Litháa er hlaðið skotmönnum og hittu þeir vel utan af velli og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi aftur. Ramunas Siskauskas var stigahæstur Litháa með 19 stig.

Slóvenar fóru illa með Þjóðverja í leik liðanna í gær. Lokatölur leiksins voru 77-47. Þýska liðið sá aldrei til sólar í leiknum. Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og tók 8 fráköst í leiknum en enginn annar í liðinu skoraði meira en 5 stig í leiknum. Stigaskor Slóvena var dreifðara en þar voru þrír leikmenn sem skoruðu meira en 10 stig. Matjaz Smodis var stigahæstur þeirra með 22 stig.

Lið Slóveníu er eins og lið Litháa með mikið af leikmönnum sem eru góðir skotmenn en þessi lið mætast einmitt á morgun.

Leikur Ítalíu og Tyrklands bætti upp fyrir skort á spennu sem var í hinum leikjunum í E-riðli í gær. Ibrahim Kutluay, leikmaður Tyrklands klikkaði á opnu skoti á lokasekúndum leiksins þegar staðan var jöfn 70-70. Það þurfti því að framlengja leikinn og í framlengingunni léku Ítalir mun betur. Tyrkland komst yfir 73-72 í byrjun framlengingarinnar en eftir það tóku Ítalir völdin og sigruðu leikinn 84-75. Marco Belinelli lék frábærlega í seinni hálfleik og framlengingu fyrir Ítalíu og skoraði öll 17 stigin sín þá. Hidayet Turkoglu átti stórleik fyrir Tyrkland en hann skoraði 34 stig og tók 6 fráköst í leiknum. Tyrkir eru þar með dottnir úr leik en Ítalir eiga möguleika á að komast í 8-liða úrslit ef þeim tekst að sigra Þjóðverja.

Keppni í E-riðlinum líkur í dag. með þremur leikjum. Króatía mætir Rússlandi, Grikkland leikur gegn Portúgal og Spánn mætir Ísrael.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Arnar og Axel Kárasynir með Kára Maríssyni föður þeirra eftir leik KR og Tindastóls í undanúrslitum Kjörísbikarsins 2000.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið