© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.9.2007 | 11:37 | OOJ | Landslið
Svava sú fyrsta í tæp tólf ár sem fær að klæðast ellefunni
Svava Ósk Stefánsdóttir fékk ellefuna í leikjum haustsins (mynd:Snorri Örn)
Birna Valgarðsdóttir missti af sínum fyrsta landsleik í tæp tólf ár þegar íslenska kvennalandsliðið mætti Hollendingum á Ásvöllum á laugardaginn. Birna var fyrir þann leik búin að leika alla landsleiki A-liðs kvenna frá því að Ísland mætti Eistlandi í Seljaskóla 28. desember 1995. Birna var með í leik þjóðanna á Akranesi daginn eftir og hafði síðan leikið 67 landsleiki í röð.

Það sem er ekki síður athyglisvert er að Birna klæddist peysu númer 11 í öllum þessum landsleikjum þrátt fyrir að hún er vanalega númer fimm þegar hún spilar með Keflavík. Þetta þýðir að félagi hennar úr Keflavíkurliðinu, Svava Ósk Stefánsdóttir, sem var í treyju númer 11 á móti Hollandi, var fyrsta landsliðskonan sem fær að fara í ellefuna síðan 28. desember 1995. Í þeim leik var Kristjana Björg Magnúsdóttir í treyju númer 11 en Birna hefur leikið 58 fleiri landsleiki í ellefunni en sú sem næstleikjahæst sem er Hafdís Hafberg.

Birna hefur spilað alla sína 68 landsleiki í treyju númer 11 en meðal annarta reynslumikilla kvenna sem hafa bara verið í einu númeri í öllum sínum landsleikjum eru þær Helga Þorvaldsdóttir (53 leikir í númer 13), Erla Þorsteinsdóttir (48 leikir í númer 12), Signý Hermannsdóttir (42 leikir í númer 4) og Björg Hafsteinsdóttir (33 leikir í númer 10).

Hér á eftir fer skemmtileg tölfræði yfir hvaða leikmenn hafa klæðst ofasta ákveðni treyju með íslenska landsliðinu og hvaða leikmenn eiga landsleikjametið í ákveðnu númeri. Tveir leikmenn landsliðsins sem er á leiðinni til Noregs um næstu helgi eru methafar í sínu númeri en það eru þær Signý Hermannsdóttir (42 leikir í númer 4) og Hildur Sigurðardóttir (47 leikir í númer 10).

Flestir landsleikir í ákveðnu keppnisnúmeri:
Birna Valgarðsdóttir 68 leikir í númer 11
Helga Þorvaldsdóttir 53 leikir í númer 13
Anna María Sveinsdóttir 52 leikir í númer 14
Erla Þorsteinsdóttir 48 leikir í númer 12
Hildur Sigurðardóttir 47 leikir í númer 10
Signý Hermannsdóttir 42 leikir í númer 4
Linda Stefánsdóttir 36 leikir í númer 6
Hanna B. Kjartansdóttir 36 leikir í númer 5
Björg Hafsteinsdóttir 33 leikir í númer 10
Erla Reynisdóttir 32 leikir í númer 8
Guðbjörg Norðfjörð 30 leikir í númer 15
Alda Leif Jónsdóttir 24 leikir í númer 6
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 22 leikir í númer 7
Kristín Blöndal 21 leikur í númer 15
Lovísa Guðmundsdóttir 20 leikir í númer 9
Marín Rós Karlsdóttir 20 leikir í númer 7
Helga Jónasdóttir 19 leikir í númer 8
Vigdís Þórisdóttir 16 leikir í númer 15
Olga Færseth 16 leikir í númer 12
Alda Leif Jónsdóttir 15 leikir í númer 12
María Jóhannesdóttir 15 leikir í númer 9
Svanhildur Káradóttir 14 leikir í númer 4
Rannveig Randversdóttir 14 leikir í númer 9
Kristín Björk Jónsdóttir 14 leikir í númer 6
Alda Leif Jónsdóttir 13 leikir í númer 9
María Ben Erlingsdóttir 12 leikir í númer 15
Helena Sverrisdóttir 12 leikir í númer 14
Gréta María Grétarsdóttir 12 leikir í númer 5
Guðbjörg Norðfjörð 11 leikir í númer 14
Hafdís Hafberg 10 leikir í númer 11
Anna Gunnarsdóttir 10 leikir í númer 7
Svandís Anna Sigurðardóttir 10 leikir í númer 14

Flestir landsleikir eftir ákveðnu keppnisnúmeri:



Treyja númer 4:
Signý Hermannsdóttir 42
Svanhildur Káradóttir 14
Kristín Blöndal 8

Treyja númer 5:
Hanna B. Kjartansdóttir 36
Gréta María Grétarsdóttir 12
Kristín Blöndal 8

Treyja númer 6:
Linda Stefánsdóttir 36
Alda Leif Jónsdóttir 24
Kristín Björk Jónsdóttir 14

Treyja númer 7:
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 22
Marín Rós Karlsdóttir 20
Anna Gunnarsdóttir 10

Treyja númer 8:
Erla Reynisdóttir 32
Helga Jónasdóttir 19
Vanda Sigurgeirsdóttir 6
Sólveig Gunnlaugsdóttir 6
Margrét Sturlaugsdóttir 6

Treyja númer 9:
Lovísa Guðmundsdóttir 20
María Jóhannesdóttir 15
Rannveig Randversdóttir 14
Alda Leif Jónsdóttir 13



Treyja númer 10:
Hildur Sigurðardóttir 47
Björg Hafsteinsdóttir 33
Kristjana B. Magnúsdóttir 5
Kristín Björk Jónsdóttir 5
Guðbjörg Norðfjörð 5

Treyja númer 11:
Birna Valgarðsdóttir 68
Hafdís Hafberg 10
Anna Björk Bjarnadóttir 7

Treyja númer 12:
Erla Þorsteinsdóttir 48
Olga Færseth 16
Alda Leif Jónsdóttir 15

Treyja númer 13:
Helga Þorvaldsdóttir 53
Sólveig Pálsdóttir 9
Helga Friðriksdóttir 8

Treyja númer 14:
Anna María Sveinsdóttir 52
Helena Sverrisdóttir 12
Guðbjörg Norðfjörð 11
Svandís Anna Sigurðardóttir 10

Treyja númer 15:
Guðbjörg Norðfjörð 30
Kristín Blöndal 21
Vigdís Þórisdóttir 16
María Ben Erlingsdóttir 12
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn A-landsliðs karla hlýða á þjóðsöng Íslands fyrir leik liðsins gegn Finnlandi 6. september 2006.  Frá vinstri: Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson, Jakob Sigurðarson, Jón Nordal Hafsteinsson, Egill Jónasson, Jón Arnór Stefánsson, Páll Axel Vilbergsson, Brenton Birmingham, Fannar Ólafsson, Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið