© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.8.2007 | 23:03 | oddur | Landslið
Ísland sigraði Georgíu eftir frábæran leik
Íslenska liðið fagnaði vel í lok leiks
Leikur Íslands og Georgíu í b-deild Evrópukeppni landsliða var frábær skemmtun. Ísland fór með sigur af hólmi eftir að Jakob Örn Sigurðarson skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunum.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Georgíumenn höfðu þó frumkvæðið meirihluta leiksins en íslenska liðið slakaði aldrei á og náði alltaf að koma til baka.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-23 fyrir Georgíu. Annar leikhluti einkenndist af mikilli baráttu beggja liða. Íslenska liðið lék góða vörn á Zaza Pachulia, miðherja Georgíumanna. Íslensku bakverðirnir voru duglegir að koma í hjálparvörn þegar Pachulia fékk boltann og neyða hann til þess að senda á samherja sína. Georgíumenn nýttu þó ágætlega færin sem þeir fengu út úr þessu og voru yfir í hálfleik 36-38.

Logi Gunnarsson lék frábærlega í fyrri hálfleik. Hann skoraði 12 fyrstu stig íslenska landsliðsins og 16 af 17 stigum sínum í leiknum fyrir hlé.

Í síðari hálfleik fóru leikmenn íslenska liðsins að hitta betur úr skotunum fyrir utan. Magnús Gunnarsson kom ínná og skoraði 2 þriggja stiga körfur, Brenton Birmingham, Páll Axel Vilbergsson og Jakob Sigurðarson skoruðu einnig mikilvægar körfur utan af velli og héldu þar með muninum niðri.

Fjórði leikhluti var hnífjafn og spennan í Höllinni var orðin gífurleg. Íslendingar komust yfir þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Brenton Birmingham skoraði og fékk víti að auki og staðan var 72-68 fyrir Ísland.

Georgíumennirnir Tyrone Ellis og Zaza Pachulia fengu víti í næstu sóknum og komu Georgíu tveimur stigum yfir. Brenton Birmingham jafnaði metin aftur fyrir Ísland en Vladimer Boisa skoraði úr sniðskoti og staðan var því 74-72. Íslendingum mistókst að skora í næstu sókn og urðu því að brjóta á Zaza Pachulia. Hann klikkaði á fyrra vítinu en hitti úr seinna.

Íslendingar fóru því í sókn þremur stigum undir og Georgíumenn brutu á Loga Gunnarsyni þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Logi fékk tvö vítaskot og hitti úr því fyrra. Hann klikkaði síðan á seinna skotinu og Fannar Ólafsson náði að slá boltann frá körfunni til Loga sem skutlaði sér á boltann og kom honum til Jakobs. Jakob náði að skjóta þriggja stiga skoti áður en Georgíumenn gátu varist. Boltinn fór í spjaldið og ofan í körfuna þegar tíminn rann út og gífurleg fagnaðarlæti brutust út

Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig og Jakob skoraði 16. Brenton Birmingham skoraði 13 stig og tók 10 fráköst og Páll Axel Vilbergsson skoraði 9 stig og tók 15 fráköst.

Tyrone Ellis var stigahæstur hjá Georgíu með 17 stig.
Íslenska liðið lék frábærlega í leiknum. Leikmenn liðsins léku góða vörn á Pachulia og náðu að halda honum frá körfunni. Liðið steig ótrúlega vel út og unnu frákastabaráttuna 45-39 þrátt fyrir að vera að leika gegn mun hávaxnara liði.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun á heimasíðu FIBA Europe

Myndir úr leiknum
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jason Dourisseau treður í leik gegn Njarðvík 2008. KR vann örugglega 103-48 í það skiptið.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið