S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
23.4.2001 | 1:40 | ÓÓJ
KR og Haukar eignuðust Íslandsmeistara um helgina
Unglingaflokkur karla hjá KR og 9. flokkur kvenna hjá Haukum tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í Austurbergi um helgina. Jón Arnór Stefánsson skoraði 44 af 78 stigum KR sem vann Breiðablik 78-70 í úrslitaleik unglingaflokks en Haukastúlkur komu sér aftur inn í leikinn gegn UMFH og unnu, 36-33, eftir að hafa verið 22-28 undir þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Tölfræði leikjanna má finna undir nýjustu úrslitum á heimasíðu KKÍ eða með því að smella á úrslit leikjanna hér á undan.
KR-Breiðablik 78-70 Jón Arnór hitti úr 10 af 13 síðustu skotum sínum og gerði 23 af 32 stigum KR-liðsins eftir hlé en hann þurfti að þola harða meðferð frá Blikum sem brutu 15 sinnum á honum. Jón Arnór sem nýtti 11 af 17 skotum sínum, öll fjögur þriggja stiga skot sín og 18 af 21 víti skoraði 31 stigi meira en næststigahæstu menn á vellinum sem voru þeir Valdimar Helgason KR og Ísak Einarsson Breiðabliki með 13 stig. Það má lesa meira um tölfræði Jóns Arnórs í leiknum hér. Magni Hafsteinsson hjá KR tók bæði flest fráköst (12) og gaf flestar stoðsendingar á vellinum ásamt Blikanum Þórólfi H. Þorsteinssyni eða 6. Alls voru dæmdar 60 villur og tekin 73 víti í leiknum sem var mjög fast spilaður. Haukar-UMFH 36-33 Helena Sverrisdóttir (12 stig, 12 fráköst) og Bára Sigurjónsdóttir (12 stig, 11 fráköst) náðu báðar tvennu hjá Haukum og Hrefna Stefánsdóttir tók 19 fráköst þar réði eitt af 12 sóknarfráköstum hennar nánast öllu á lokasekúndum leiksins. Hrefna gaf einnig flestar stoðsendingar allra í leiknum eða 5. Ösp Jóhannsdóttir skoraði 23 stig, tók 14 fráköst og stal 5 boltum fyrir Hrunamenn. |