© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.8.2007 | 11:30 | OOJ
Hverjir verða aðalmenn Georgíumanna í Höllinni í kvöld?
Zaza Pachulia er einn besti stóri leikmaðurinn í Evrópu.
Ísland mætir Georgíu í Laugardalshöllinni í kvöld í öðru leik haustsins í b-deild Evrópukeppninnar. Georgía hefur unnið 4 af 5 leikjum sínum í keppninni og þar á meðal 80-65 sigur á íslenska liðinu í fyrri leik þjóðanna í Tbilisi. Í liði Georgíumanna eru margir snjallir körfuboltamenn sem spila flestir með sterkum evrópskum félagsliðum og hér á eftir er smá kynning á helstu stjörnum liðsins sem verða í sviðsljósinu á fjölum hallarinnar í kvöld.

Stærsta stjarna liðsins er án nokkurs vafa Zaza Pachulia sem er leikmaður með Atlanta Hawks í NBA-deildinni. Pachulia var með 12,2 stig og 6,9 fráköst að meðaltali í NBA í fyrra en hann spilaði þá 28,1 mínútu að meðaltali í leik. Pachulia var meðal annars í 13. sæti Í NBA yfir sóknafráköst í leik en hann tók 2,8 slík að meðaltali. Það voru líka bara 18 leikmenn sem tóku fleiri víti á hverjar 48 mínútur í allri NBA-deildinni á síðasta tímabili.

Pachulia skoraði mest 27 stig í einum leik í 100-97 sigri á Washington Wizards í fyrra en það vakti einnig athygli þegar hann var með 24 stig og 10 fráköst gegn Tim Duncan og verðandi meisturum í San Antonio Spurs, skoraði 22 stig á fyrirliða spænsku heimsmeistarana Pau Gasol og var með 24 stig gegn Dallas Mavericks.

Á NBA-síðunni má finna heilmikið um afrek kappans í NBA-deildinni en þar má einnig lesa yfirlit yfir allan hans feril sem og lesa nokkra fróðleiksmola um hann. Þar kemur meðal annars fram að hann haldi með fótboltaliðinu AC Milan á Ítalíu, hafi breytt nafninu sínu úr Zaur í Zaza og að hann telji þá Shaquille O’Neal og Yao Ming vera erfiðustu mótherja sína. Það má finna meira um Zaza innan sem utan vallar hér .

Hér á eftir fer yfirlit yfir Zaza og fimm aðra sterka leikmenn Georgíu sem munu spila við íslenska landsliðið í Laugardalshöllinni í kvöld. Stóru mennirnir í liðinu eru erfiðir við að eiga sem sást best í fyrri leik þjóðanna. Leikmenn liðsins sem voru yfir 203 sm skoruðu þá 67 af 80 stigum liðsins, tóku 38 af 50 fráköstum þess og fengu alls 30 af því 31 víti sem georgíska liðið fékk í þessum leik við Ísland í Tbilisi 9. september í fyrra.

Stjörnur Georgíumanna í Höllinni í kvöld



Zaza Pachulia
23 ára og 210 sm miðherji
Leikmaður Atlanta Hawks í NBA-deildinni
Hefur leikið með Orlando Magic og Milwaukee Bucks.

Tölur hans úr Evrópukeppninni til þessa:
Mínútur - 31,5
Stig - 21,5
Fráköst - 7,8
Stoðsendingar - 1,0
Skotnýting - 52,9% (70/37)

Fyrri leikur gegn Íslandi
21 stig, 12 fráköst og 4 villur á 27 mínútum. Hitti úr 6 af 12 skotum og 9 af 10 vítum.

Fróðleikur
Gerði fjögurra ára samning við Atlanta Hawks árið 2005 upp á sextán milljónir dollara eða rúman milljarð íslenskra króna.



Vladimer Boisa
26 ára og 209 sm framherji
Leikmaður með Spartak Primorie Vladivostok í Rússlandi
Hefur leikið með Montepaschi Siena á Ítalíu og Union Olimpija Ljubljana í Slóveníu.

Tölur hans úr Evrópukeppninni til þessa:
Mínútur - 27,3
Stig - 11,0
Fráköst - 4,8
Stoðsendingar - 1,0
Skotnýting - 50,0% (18/9)

Fyrri leikur gegn Íslandi
16 stig og 7 fráköst á 27 mínútum. Hitti úr 4 af 8 skotum og 8 af 10 vítum.

Fróðleikur
Á yngri bróður í liðinu, Anatoli, sem hefur skorað samtals 4 stig á 56 mínútum í Evrópukeppninni. Tvö þeirra komu í fyrri leiknum á móti Íslandi. Anatoli er tveimur árum yngri.


Manuchar Markoishvili
21 árs og 196 sm skotbakvörður
Leikmaður með BC Kyiv í Úkraínu
Hefur leikið með Union Olimpija Ljubljana í Slóveníu og Benetton Treviso á Ítalíu.

Tölur hans úr Evrópukeppninni til þessa:
Mínútur - 25,0
Stig - 12,8
Fráköst - 2,8
Stoðsendingar - 1,0
3ja stiga nýting - 51,7% (29/15)

Fyrri leikur gegn Íslandi
3 stig, 2 fráköst og 3 villur á 10 mínútum. Hitti úr 1 af 3 skotum.

Fróðleikur
Skoraði 22 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í 85-74 sigri á Austurríki á laugardaginn. Hefur nýtt 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leikjunum tveimur í haust.


Tyrone Ellis
30 ára og 193 sm bakvörður
Leikmaður með Cajasol Sevilla á Spáni
Hefur leikið með Eldo Napoli á Ítalíu, Frankfurt í Þýskalandi og Minnesota Timberwolves í NBA..

Tölur hans úr Evrópukeppninni til þessa:
Mínútur - 31,0
Stig - 12,0
Fráköst - 2,7
Stoðsendingar - 2,7
3ja stiga nýting - 43,9% (41/18)

Fyrri leikur gegn Íslandi
3 stig, 5 fráköst og 2 stolnir á 26 mínútum. Hitti úr 1 af 8 skotum.

Fróðleikur
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma héldu Ellis í samtals 14 stigum og 19% skotnýtingu (21/4) í síðustu tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni síðasta vor. Jón Arnór var með 21 stig og 54% skotnýtingu í þessum tveimur leikjum og Lottomatica sló Eldo Napoli 3-0 út úr 8 liða úrslitunum.


Viktor Sanikidze
21 árs og 203 sm framherji
Leikmaður með MMT Estudiantes Madrid á Spáni
Hefur leikið með Dijon í Frakklandi

Tölur hans úr Evrópukeppninni til þessa:
Mínútur - 21,7
Stig - 5,8
Fráköst - 5,7
Stoðsendingar - 1,3
Skotnýting - 60,9% (23/14)

Fyrri leikur gegn Íslandi
6 stig og 7 fráköst á 25 mínútum. Hitti úr 2 af 6 skotum og 2 af 2 vítum.

Fróðleikur
Var valinn besti leikmaður b-keppni 20 ára landsliða í fyrra þegar Georgía vann Makedóníu í úrslitaleik. Sanikidze var með 24,3 stig og 10,9 fráköst að meðaltali í keppninni, skoraði 30 stig og tók 14 fráköst í úrslitaleiknum og var með 22 stig og 11 fráköst í 89-80 sigri á Íslandi í riðlakeppninni en íslenska 20 ára landsliðið endaði í 12. sæti á mótinu.


George Tsintsadze
21 árs og 192 sm leikstjórnandi
Leikmaður með Tartu Rock í Eistlandi
Hefur leikið með Dynamo Moskvu og Samara í Rússlandi

Tölur hans úr Evrópukeppninni til þessa:
Mínútur - 17,3
Stig - 4,2
Fráköst - 2,5
Stoðsendingar - 1,3
Skotnýting - 38,5% (26/10)

Fyrri leikur gegn Íslandi
2 stig og 2 stoðsendingar á 18 mínútum. Hitti úr 1 af 5 skotum.

Fróðleikur
Skoraði 13 stig og gaf 7 stoðsendingar í 78-82 sigru Tartu á Njarðvík í Evrópukeppninni í Keflavík í fyrra. Var með 9,5 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í keppninni.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sannir liðsfélagar
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið