S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
28.8.2007 | 22:17 | oddur
Skeljungur öflugur samstarfsaðili
Hannes og Gunnar Karl takast í hendur eftir undirritun (mynd: Snorri Örn)
Þetta er í fyrsta sinn sem KKÍ gerir svo stóran samning við einn aðila sem kemur að fjármögnun landsliðs-og afreksstarfs sambandsins. Skeljungur mun koma að starfi landsliðanna, úrvals og afreksbúða KKÍ. Með þessum öfluga stuðningi Skeljungs getur KKÍ eflt allt það starf sem er í kringum okkar bestu og efnilegustu leikmenn landsins í körfubolta. Stefnt verður að þátttöku yngri landsliða okkar í Evrópukeppni að nýju sem og að fjölga æfingaleikjum eins og kostur er hjá A-landsliðunum fyrir þátttöku þeirra í Evrópukeppnum. Skeljungur hefur verið einn af samstarfsaðilum KKÍ frá árinu 2004 og hafa stjórnendur fyrirtækisins með þau Gunnar Karl Guðmundsson forstjóra og Guðrúnu Örmólfsdóttur markaðsstjóra í farabroddi séð tækifæri á því fyrir Skeljung að efla samstarfið enn frekar við KKÍ , færi ég þeim þakkir fyrir hönd KKÍ fyrir ánægjulega samvinnu undanfarið og hlakka ég til áframhaldandi samstarfs við þau og aðra starfsmenn Skeljungs. Áhugi er einnig fyrir því hjá Skeljungi að koma enn frekar að starfi sambandsins með þátttöku í fræðslu-og útrbeiðslumálum körfboltans á komandi árum. Hannes S. Jónsson Formaður KKÍ |