© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.8.2007 | 17:04 | oddur | Landslið
Tap gegn Finnum
Brenton Birmingham var stigahæstur í leiknum
Íslenska karlalandsliðið tapaði í dag fyrir Finnum í b-deild Evrópukeppni landsliða 85-66. Íslenska liðið átti ágæta spretti í leiknum en það dugði þó ekki til gegn sterku liði Finna.

Bæði lið voru frekar lengi að komast í gang en Finnar náðu sér þó fyrr á strik. Þeir komust í 13-2 áður en Íslendingar tóku við sér og minnkuðu muninn. Finnska liðið náði að halda muninum í kringum 10 stig mestan hluta leiksins.

Þeir leiddu í hálfleik 44-32 en íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náðu að saxa á forskot finnska liðsins. Finnar sýndu þó styrk sinn og náðu muninum fljótlega aftur upp fyrir 10 stigin. Þeir náðu svo að auka muninn enn meira undir lok leiksins og lönduðu mikilvægum sigri. Finnska liðið er í mikilli baráttu við lið Georgíu um sigur í C-riðli.

Íslenska liðið lék vel á köflum og sýndi nokkur glæsileg tilþrif í leiknum. Strákarnir náðu þó ekki að halda ákefðinni allan leikinn. Finnarnir hittu vel úr skotum sínum utan af velli og það sýndi sig að þeir eru samstillt lið með marga góða leikmenn.

Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig og Páll Axel Vilbergsson skoraði 13.

Næsti leikur íslenska liðsins verður gegn Georgíu í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Teitur Örlygsson, Gunnar Þorvarðarson og Örlygur Sturluson Njarðvíkingar voru allir með glóðarauga í janúar, Teitur og Örlygur eftir baráttu á vellinum og sagt var að Gunnar hafi gengið á hurð til að sýna leikmönnum stuðning.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið