© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.8.2007 | 10:42 | oddur | Landslið
Ísland mætir Finnlandi á morgun
Logi Gunnarsson í leik gegn Finnum síðasta haust (mynd: Gunnar Freyr)
A-landslið karla leikur gegn Finnum í b-deild Evrópukeppninnar í körfubolta á morgun, laugardag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á RÚV.

Íslenska liðið lenti í Finnlandi í gær. Liðið mun æfa í dag og á morgun á leikstað. Finnar unnu okkur á Íslandi síðasta haust í hörkuspennandi leik 86-93. Íslenska liðið lék mjög vel framan af þeim leik en Finnarnir náðu að komast yfir í síðari hálfleik og landa sigri.

Finnar eru efstir í C-riðli, taplausir eftir 5 leiki. Þeir eiga í mikilli baráttu við Georgíu um sigurinn í riðlinum en Georgía hefur unnið 4 leiki og tapað 1. Finnska liðið mun að öllum líkindum leika án Hanno Möttöla sem hefur reynst okkur íslendingum erfiður í gegnum tíðina. Möttöla á við meiðsli að stríða og er því líklegt að hann verði ekki með í leiknum.

Það eru þó margir aðrir góðir leikmenn í finnska liðinu sem við þurfum að hafa góðar gætur á. Teemu Ranniko og Petteri Koponen eru mjög sterkir í bakvarðastöðunum. Ranniko er með 17 stig að meðaltali í Evrópukeppninni en Koponen, sem valinn var í nýliðavali NBA í vor, hefur verið stigahæstur í æfingaleikjum Finnlands í sumar með 12,3 stig að meðaltali í leik.

Í íslenska liðinu eru nokkrir ungir og efnilegir leikmenn sem fá nú mikilvæg tækifæri til þess að sanna sig með landsliðinu. Sigurður Þorsteinsson er eini nýliðinn í hópnum en þeir Brynjar Björnsson og Þorleifur Ólafsson voru með liðinu á Smáþjóðaleikunum í sumar og þóttu standa sig vel.

Logi Gunnarsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem þekkir best til finnska liðsins. Logi lék í finnsku deildinni í fyrra við góðan orðstír. Hægt er að lesa viðtal við Loga á karfan.is.

Íslenski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

4 Magnús Þór Gunnarsson Bakvörður, 185 cm. Landsleikir 46
5 Friðrik Stefánsson Miðherji, 205 cm. Landsleikir 102
6 Jakob Sigurðarson Bakvörður, 190 cm. Landsleikir 33
7 Brynjar Björnsson Bakvörður, 190 cm. Landsleikir 5
8 Þorleifur Ólafsson Bakvörður/Framherji, 192 cm. Landsleikir 5
9 Kristinn Jónasson Miðherji, 205 cm. Landsleikir 9
10 Páll Axel Vilbergsson Framherji, 197 cm. Landsleikir 72
11 Brenton Birmingham Bakvörður, 196 cm. Landsleikir 16
12 Fannar Ólafsson Miðherji, 205 cm. Landsleikir 60
13 Sigurður Þorsteinsson Miðherji, 205 cm. Landsleikir 0
14 Logi Gunnarsson Bakvörður, 190 cm. Landsleikir 55
15 Helgi Magnússon Framherji, 197 cm. Landsleikir 46
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ársþingi KKÍ á Flúðum 1994. Ólafur Rafnsson gjaldkeri KKÍ í pontu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið