© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.8.2007 | 14:58 | oddur | Landslið
14 manna hópur A-landsliðs kvenna
Signý Hermannsdóttir er einn reyndasti leikmaður liðsins (mynd: Snorri Örn)
A-Landslið kvenna mun leika 3 leiki í Evrópukeppni landsliða í september. Þetta er seinni hluti keppninnar sem liðið tók þátt í síðastliðið haust. Guðjón Skúlason, þjálfari liðsins, hefur valið 14 leikmenn til þess að taka þátt í verkefninu.

Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Hollandi 1. september næskomandi. Leikurinn mun fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst hann klukkan 16:00. Hollenska liðið er í efsta sæti riðilsins en íslenska liðið var nálægt því að sigra þegar liðin mættust í Hollandi. Þetta verður því væntanlega hörkuleikur.

8. september mun íslenska liðið mæta því norska á útivelli og lokaleikur liðsins verður svo 15. september í Írlandi.

Landsliðshópurinn er þessa dagana á fullu við æfingar. Liðið mun æfa í Kennaraháskólanum í kvöld en færa sig svo á Suðurnesin og æfa í Njarðvík, Vogum og Keflavík áður en komið verður aftur á höfuðborgarsvæðið.

Leikmannahópurinn:

Helena Sverrisdóttir Staða: Leikstjórnandi Lið: Haukar/TCU Hæð: 184 cm. Landsleikir: 18
Kristrún Sigurjónsdóttir Staða: Framherji Lið: Haukar Hæð: 170 cm. Landsleikir: 5
Sigrún S. Ámundadóttir Staða: Framherji Lið: Haukar Hæð: 174 cm. Landsleikir: 0
Unnur Tara Jónsdóttir Staða: Framherji Lið: Haukar Hæð: 183 cm. Landsleikir: 0
Hildur Sigurðardóttir Staða: Leikstjórnandi Lið: KR Hæð: 170 cm. Landsleikir: 47
Ingibjörg Jakobsdóttir Staða: Bakvörður Lið: UMFG Hæð: 175 cm. Landsleikir: 0
Petrúnella Skúladóttir Staða: Framherji Lið: UMFG Hæð: 175 cm. Landsleikir: 3
Bryndís Guðmundsdóttir Staða: Framherji Lið: Keflavík Hæð: 180 cm. Landsleikir: 10
Ingibjörg E. Vilbergsdóttir Staða: Bakvörður Lið: Keflavík Hæð: 174 cm. Landsleikir: 9
María B. Erlingsdóttir Staða: Miðherji Lið: Keflavík/UTPA Hæð: 184 cm. Landsleikir: 16
Svava Ó. Stefánsdóttir Staða: Bakvörður Lið: Keflavík Hæð: 177 cm. Landsleikir: 13
Margrét Kara Sturludóttir Staða: Framherji Lið: Keflavík Hæð: 175 cm. Landsleikir: 2
Pálína M. Gunnlaugsdóttir Staða: Bakvörður Lið: Keflavík Hæð: 173 cm. Landsleikir: 3
Signý Hermannsdóttir Staða: Miðherji Lið: ÍS Hæð: 183 cm. Landsleikir: 41
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jakob Örn Sigurðsson og Baldur Ólafsson fagna hér ásamt liðsfélögum sínum í KR eftir að hafa unnið Poweradebikarinn 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið