© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.7.2007 | 16:02 | OOJ
ÍBH og Fjölnir Landsmótsmeistarar í fyrsta skipti
Kvennalið ÍBH og karlalið Fjölnis urðu í dag Landsmótsmeistarar í fyrsta skiptið þegar liðin unnu úrslitaleikina á 25. Landsmótinu sem fram hefur farið í Kópavogi síðustu fjóra daga. Kvennalið ÍBH vann öruggan 26 stiga sigur á Keflavík, 47-21, eftir að hafa komist í 35-8 um miðjan þriðja leikhluta. Það var mun meiri spenna í karlaleiknum þar sem Fjölnir vann Keflavík 47-45 eftir framlengdan leik en staðan var 39-39 eftir venjulegan leiktíma.

Kvennalið ÍBH var í algjörum sérflokki í úrslitaleik kvenna og Keflavíkurstúlkur áttu aldrei svar við góðum leik Haukanna sem léku undir merkjum ÍBH. Í stöðunni 9-6 settu Hafnarfjarðastúlkurnar í annan gír og skoruðu 26 af næstu 28 stigum. Keflavík náði aðeins að laga stöðuna í lokaleikhlutanum eftir að hafa skorað aðeins 13 stig í fyrstu þremur fjórðungum leiksins.

Kristrún Sigurjónsdóttir átti mjög góðan leik í liði ÍBH en hún var með 15 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Unnur Tara Jónsdóttir var engu síðri með 13 stig, 6 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar og þá var Helena Sverrisdóttir öflug að vanda með 8 stig, 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Kristín Fjóla Reynisdóttir (5 stig, 4 fráköst) og Telma Björk Fjalarsdóttir (4 stig, 7 fráköst) áttu einnig góðan leik. Hjá Keflavík var Svava Ósk Stefánsdóttir stigahæst með 6 stig en María Ben Erlingsdóttir skoraði næstmest með 5 stig.

Það var mikil spenna í karlaleiknum sem var mjög skemmtilegur. Fjölnir hafði frumkvæðið framan af leik en munurinn var þó aldrei mikill. Keflavík tók hinsvegar frumkvæðið í leiknum með að skora átta síðustu stig fyrri hálfleiksins og var því komið 22-18 í hálfleik. Keflavík var 26-24 yfir fyrir lokaleikhlutann en í honum lifnaði mikið yfir sóknarleik beggja liða. Fjölnismaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði meðal annars þrjár þriggja stiga körfur í leikhlutanum en það var hinsvegar Helgi Hrafn Þorláksson sem kom Fjölni í 39-36 með fjórða þristi Fjölnismanna í leiknum. Magnús Þór Gunnarsson tryggði Keflavík aftur á móti framlengingu með því að skora úr þremur vítaskotum eftir að brotið hafði verið á honum í þriggja stiga skottilraun.

Fjölnir var sterkari í framlengingunni en fimm stig frá Magnúsi Þór Gunnarssyni héldu þó Grafarvogsbúum við efnið en fyrirliði Keflavíkur skoraði 14 af 16 stigum sínum í fjórða leikhuta og framlengingu eftir að hafa klikkað á 11 af 12 fyrstu skotum sínum í leiknum.

Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik í liði Fjölnis en hann skoraði 18 stig og gaf 7 stoðsendingar í leiknum. Kristinn Jónasson var einnig sterkur með 12 stig og 9 fráköst en hann er nýkominn til Fjölnisliðsins frá Haukum. Helgi Hrafn Þorláksson skoraði einnig mikilvæg stig á lokasprettinum.
Magnús Þór Gunnarsson hitti ekki neitt framan af leik en var illviðráðanlegur í lokin en framan af leik hélt Sigurður Gunnar Þorsteinsson uppi sóknarleik Keflavíkurliðsins en miðherjinn stóri og sterki var með 13 stig, 9 fráköst og 3 varin skot í leiknum. Hinn ungi Sigfús Árnason (6 stig og 4 fráköst á 17 mínútum) kom einnig með mikinn kraft inn af bekknum og stóð sig mjög vel.

ÍBR varð í 3. sæti í bæði karla og kvennaflokki. Karlalið ÍBR vann 52-43 sigur á ÍBA þar sem að Brynjar Þór Björnsson var með 28 stig og Darri Hilmarsson gerði 13. Kvennalið ÍBR vann 33-25 sigur á HSK þar sem að Þórunn Bjarnadóttir (11 stig) og Alda Leif Jónsdóttir (10 stig) voru atkvæðamestar.

Lokaröð hjá körlum á Landsmótinu 2007:
1. sæti Fjölnir
2. sæti Keflavík
3. sæti ÍBR
4. sæti ÍBA
5. sæti UMFG
6. sæti Stjarnan
7. sæti UMSK
8. sæti HSK
9. sæti UMSB
10.sæti HSH
11. sæti ÍBH
12. sæti UÍA

Lokaröð hjá konum á Landsmótinu 2007:
1. sæti ÍBH
2. sæti Keflavík
3. sæti ÍBR
4. sæti HSK
5. sæti UMSB
6. sæti Fjölnir
7. sæti UMSK

Leikir um sæti í dag:

5. sæti kvenna
Fjölnir-UMSB 37-41 (9-9, 16-19, 27-29)
Fjölnir: Birna Eiríksdóttir 15, Gréta María Grétarsdóttir 12, Aðalheiður R Óladóttir 6, Erna M Sveinsdóttir 4.
UMSB: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19, Gunnhildur L Hansdóttir 8, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8, Rósa K Indriðadóttir 4.
Íris Gunnarsdóttir 2.

5. sæti karla
UMFG-Stjarnan 54-37 (16-16, 28-23, 41-29)
UMFG: Páll Axel Vilbergsson 23, Björn Steinar Brynjólfsson 15, Haraldur Jóhannesson 7, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Davíð Páll Hermannsson 1.
Stjarnan: Ottó Þórsson 12, Hjörleifur Sumarliðason 7, Bragi H. Magnússon 5, Sveinn Ómar Sveinsson 5, Birkir Guðlaugsson 4, Guðjón Lárusson 4.

3. sæti karla
ÍBR-ÍBA 52-43 (18-19, 24-23, 37-28)
ÍBR: Brynjar Þór Björnsson 26, Darri Hilmarsson 13, Sigurður Ólafsson 6, Birkir Veigarsson 5, Ingi Þór Steinþórsson 2.
ÍBA: Birkir Heimisson 14,Þorsteinn Gunnlaugsson 9, Baldur Ingi Jónasson 8, Bjarki Ármann Oddsson 8, Jóhann Friðriksson 2, Jón Orri Kristjánsson 2.

3. sæti kvenna
HSK-ÍBR 25-33 (6-5, 13-10, 15-18)
HSK: Íris Ásgeirsdóttir 6, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Ragnheiður Magnúsdóttir 2.
ÍBR: Þórunn Bjarnadóttir 11, Alda Leif Jónsdóttir 10, Hafdís Helgadóttir 7, Stella Rún Kristjánsdóttir 4, Kristjana B. Magnúsdóttir 1.

Úrslit karla
Keflavík-Fjölnir 45-47 (9-11, 22-18, 26-24, 39-39 framlengt)
Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13, Sigfús Árnason 6, Gunnar Einarsson 5, Jón Gauti Jónsson 3, Elvar Þór Sigurjónsson 2.
Fjölnir: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Kristinn Jónasson 12, Helgi Hrafn Þorláksson 5, Hjalti Þór Vilhjálmsson 4, Þorsteinn Sverrisson 2, Valur Sigurðsson 2, Sindri Már Kárason 2, Tryggvi Pálsson 2.

Úrslit kvenna
ÍBH-Keflavík 47-21 (23-6, 30-8, 37-13)
ÍBH: Kristrún Sigurjónsdóttir 15, Unnur Tara Jónsdóttir 13, Helena Sverrisdóttir 8, Kristín Fjóla Reynisdóttir 5, Telma Björk Fjalarsdóttir 4, Sara Pálmadóttir 2.
Keflavík: Svava Ósk Stefánsdóttir 6, María Ben Erlingsdóttir 5, Marín Rós Karlsdóttir 4, Hrönn Þorgrímsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Pálína Gunnlaugsdóttir 1.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Brenton Birmingham leikmaður Grindavíkinga er ekki alveg sammála dómurum leiksins. Dæmd var villa á hann þegar hann reyndi að verjast troðslu Jón Arnórs Stefánssonar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið