S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
22.6.2007 | 11:41 | oddur | Landslið
Landsleikir í haust
Jón Arnór Stefánsson í leik gegn Finnum síðasta haust (mynd: Snorri Örn)
Íslenska kvennaliðið mun leika einn leik heima í haust og tvo erlendis. Ísland mætir Hollandi 1. september klukkan 16:00 að Ásvöllum. Holland er taplaust í riðlinum en Ísland var mjög nálægt því að vinna í Hollandi. Lokatölur leiksins voru 61-66. 8. september mun liðið svo mæta Noregi á útivelli og 15. september munu stelpurnar leika lokaleikinn gegn Írum á Írlandi. Íslenska karlalandsliðið á eftir að leika tvo heimaleiki og einn útileik. Laugardaginn 25. ágúst mun liðið mæta Finnum á útivelli. Miðvikudaginn 29. ágúst, klukkan 20:15 mun liðið svo taka á móti Georgíu í Laugardalshöll. Í liði Georgíu eru nokkrir þekktir leikmenn, sá þekktasti þeirra er Zaza Pachulia sem hefur verið að gera það gott í NBA deildinni. Miðvikudaginn 5. september klukkan 20:15 mun liðið svo taka á móti Austurríki í Laugardalshöll í lokaleik liðsins þetta haustið. Íslensku liðin ætla sér að ná góðum árangri í leikjunum í haust, Íslenska karlaliðið er nýbúið að ná í gullið á Smáþjóðaleikunum og ná vonandi að fylgja þeim árangri eftir. Allir heimaleikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV. |