© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.6.2007 | 11:41 | oddur | Landslið
Landsleikir í haust
Jón Arnór Stefánsson í leik gegn Finnum síðasta haust (mynd: Snorri Örn)
Í haust munu karla og kvennalandslið Íslands í körfubolta leika í Evrópukeppni landsliða. Þetta verður seinni hluti keppninnar sem að liðin tóku þátt í síðasta haust.

Íslenska kvennaliðið mun leika einn leik heima í haust og tvo erlendis. Ísland mætir Hollandi 1. september klukkan 16:00 að Ásvöllum. Holland er taplaust í riðlinum en Ísland var mjög nálægt því að vinna í Hollandi. Lokatölur leiksins voru 61-66.

8. september mun liðið svo mæta Noregi á útivelli og 15. september munu stelpurnar leika lokaleikinn gegn Írum á Írlandi.

Íslenska karlalandsliðið á eftir að leika tvo heimaleiki og einn útileik. Laugardaginn 25. ágúst mun liðið mæta Finnum á útivelli. Miðvikudaginn 29. ágúst, klukkan 20:15 mun liðið svo taka á móti Georgíu í Laugardalshöll. Í liði Georgíu eru nokkrir þekktir leikmenn, sá þekktasti þeirra er Zaza Pachulia sem hefur verið að gera það gott í NBA deildinni.

Miðvikudaginn 5. september klukkan 20:15 mun liðið svo taka á móti Austurríki í Laugardalshöll í lokaleik liðsins þetta haustið.

Íslensku liðin ætla sér að ná góðum árangri í leikjunum í haust, Íslenska karlaliðið er nýbúið að ná í gullið á Smáþjóðaleikunum og ná vonandi að fylgja þeim árangri eftir.

Allir heimaleikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá stofnfundi Körfuboltaútgáfunnar ehf. sem gaf út tímaritið “Karfan” árið 1993.  Ólafur Johnson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Einar Bollason, Ólafur Rafnsson, Hannes Ágúst Guðmundsson, Haukur Hauksson, Sverrir Sverrisson og Björn Leósson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið