S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
20.6.2007 | 14:15 | oddur
Úrslitin ráðast í Grikklandi í kvöld
Dimitris Diamantidis er einn af bestu leikmönnum Panathinaikos
Leikir liðanna hafa verið æsispennandi og hafa allir unnist á heimavelli liðanna. Það eru Panathinaikos sem að eiga heimavallarréttinn og verður því oddaleikurinn leikinn á heimavelli þeirra í Aþenu. Flestir telja Panathinaikos sigurstranglegri en þeir sigruðu Evrópudeildina í vor og hafa unnið langflesta titla í sögu Grikklands. Olympiakos eru þó vongóðir því að þeir hafa leikið vel í einvíginu. Þeir töpuðu þriðja leiknum með einu stigi 86-85 eftir framlengingu á útivelli í OAKA höllinni í Aþenu. Olympiakos sigraði svo síðasta leik á heimavelli sínum með 10 stiga mun. Pini Gershon, þjálfari Olympiakos, sagði í viðtali eftir fjórða leikinn að hann væri vongóður um sigur í kvöld. "Við erum eina liðið sem hefur unnið Panathinaikos þrisvar á þessu ári og ég er ánægður með að við séum að fara að leika á heimavelli þeirra. Auðvitað eru þeir ennþá taldir sigurstranglegri en við höfum sigrað þá þrisvar og getum gert það einu sinni enn." Það stefnir því í sannkallaðan stórleik í kvöld þegar þessi tvö stórveldi mætast. Það er gífurlega mikill körfuboltaáhugi í Grikklandi og það voru 17.000 manns sem mættu og fylgdust með síðasta leik í Aþenu. |