© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.6.2007 | 10:59 | oddur
Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitum
Leikmenn liðanna fagna því að komast í úrslit
Real Madrid og Barcelona komust í gærkvöldi í úrslit spænsku ACB deildarinnar í körfubolta.

Bæði lið þurftu að leika oddaleiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitunum. Barcelona sigraði deildarmeistara Tau Ceramica 95-79 og Real Madrid sigraði DKV Joventud 65-61 í spennandi leik.

Juan Carlos Navarro átti góðan leik fyrir Barcelona gegn Tau Ceramica. Þessi snjalli bakvörður skoraði 11 stig í þriðja leikhlutanum þegar Barcelona náði góðri forystu sem að þeir gáfu ekki eftir það sem eftir var af leiknum. Navarro skoraði alls 23 stig í leiknum og Gianluca Basile skoraði 24 stig fyrir Barcelona. Hjá Tau Ceramica var Serkan Erdokan stigahæstur með 19 stig.

Viðureign Real Madrid og DKV Joventud var gífurlega spennandi. Heimamenn í Real Madrid nýttu vel 14.000 stuðningsmenn, sem að fylltu íþróttahöllina í Madrid, og náðu að komast yfir 16-8 í byrjun leiks. Joventud náði þó að komast til baka og leikurinn var jafn fram á lokamínútuna. Real Madrid náði að komast yfir í lokin og leikmenn liðsins hittu svo úr mikilvægum vítaskotum í lokin og tryggðu þar með sigurinn.

Louis Bullock skoraði 16 stig í leiknum og Raul Lopes var með 13 fyrir Real Madrid. Hjá DKV Joventud var Rudy Fernandes stigahæstur með 15 stig.

Það er því í vændum mjög áhugavert úrslitaeinvígi á milli þessarra miklu stórvelda á Spáni.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá störfum í allsherjarnefnd á ársþingi KKÍ á Ísafirði 1998. Á myndinni má meðal annars sjá Halldór Halldórsson, Bjarna Steinarsson, Gísla Georgsson, Hannes S. Jónsson og Bjarna Gauk Þórmundsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið