© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.6.2007 | 21:48 | oddur
Strákarnir á leiðinni heim með gullið
Ísland tryggði sér í dag gullverðlaunin í körfubolta á Smáþjóðaleikunum sem haldnir eru í Mónakó.

Íslenska liðið lék vel á leikunum og sigraði alla 5 leiki sína. Í leiknum í dag var liðið að ná undirtökunum þegar Kýpverjar misstu stjórn á skapi sínu og slagsmál brutust út. Þá var Ísland 4 stigum undir en átti að fá fjögur vítaskot og boltann aftur. Leikurinn var þó flautaður af þegar ólætin skullu á og Íslandi dæmdur 2-0 sigur.

Í heildina var þetta mjög góð ferð fyrir landsliðið, góð stemning var í hópnum allan tímann. Leikmenn liðsins náðu vel saman á vellinum og nýliðarnir í hópnum fengu töluvert að spreyta sig á leikunum.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1993 sem að íslenska landsliðið kemur heim með gull af Smáþjóðaleikum. Kýpur hefur verið sigursælt síðustu árin og hefur silfrið því fallið okkur í skaut síðustu ár. Það er því mjög ánægjulegt að hafa náð gullinu eftir langa bið.

Íslenska liðið hélt út á flugvöll fljótlega eftir verðlaunaafhendinguna og eru væntanlegir til Keflavíkur í nótt.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá keppni á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 1995.  Falur Harðarson og Ísak Leifsson nuddari.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið